Engin vinna við endurskoðun viðskiptaþvingana í utanríkisráðuneytinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2016 11:23 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir viðskiptaþvinganir virka þó þær séu umdeildar. Vísir/Vilhelm Engin vinna stendur yfir í utanríkisráðuneytinu við að endurskoða þátttöku og stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þetta kom fram í svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata. Birgitta hrósaði Gunnari Braga sérstaklega í upphafi ræðu sinnar og ítrekaði mikilvægi þess að halda sig við þær aðgerðir sem hafa verið ákveðnar.Birgitta hrósaði Gunnari Braga sérstaklega í ræðu sinni.Vísir/Valli„Mér finnst það mjög mikilvægt að halda því til haga að ef maður fer í aðgerð og er hluti af einhverju kerfi en ætlar svo að snúa við út af einhverjum hagsmunum innanlands og þrýstingi, þá er maður ekki virka utanríkisstefnu,“ sagði hún. Gunnar Bragi svaraði afdráttarlaust og sagði að ekki væri verið að hverfa af braut þeirri stefnu sem hefði verið fylgt. „Það stendur ekki nein vinna yfir um það í ráðuneytinu að hverfa frá þessari utanríkisstefnu sem við höfum haldið og verið partur af fram að þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagðist hins vegar búinn að ræða í ríkisstjórn að skipa hóp embættismanna til að fara yfir lög um þvinganir hér á landi; það snerist þó ekki um þær þvinganir sem nú væru til umræðu. Birgitta spurði einnig um hvort þvinganir skiluðu gagni. Ráðherrann sagði svo vera. „Það eru alveg dæmi um það að það sé gagnsemi en það er líka umdeilanlegt, að sjálfsögðu,“ sagði hann og nefndi sem dæmi þvinganir gegn Íran sem nú er verið að aflétta og Suður-Afríku á sínum tíma. „Það hefur líka verið viðurkennt af hálfu forseta Rússlands að þvingarnir hafa áhrif þar í landi, þó svo að olíuverð hafi kannski meiri áhrif.“ Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Engin vinna stendur yfir í utanríkisráðuneytinu við að endurskoða þátttöku og stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þetta kom fram í svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata. Birgitta hrósaði Gunnari Braga sérstaklega í upphafi ræðu sinnar og ítrekaði mikilvægi þess að halda sig við þær aðgerðir sem hafa verið ákveðnar.Birgitta hrósaði Gunnari Braga sérstaklega í ræðu sinni.Vísir/Valli„Mér finnst það mjög mikilvægt að halda því til haga að ef maður fer í aðgerð og er hluti af einhverju kerfi en ætlar svo að snúa við út af einhverjum hagsmunum innanlands og þrýstingi, þá er maður ekki virka utanríkisstefnu,“ sagði hún. Gunnar Bragi svaraði afdráttarlaust og sagði að ekki væri verið að hverfa af braut þeirri stefnu sem hefði verið fylgt. „Það stendur ekki nein vinna yfir um það í ráðuneytinu að hverfa frá þessari utanríkisstefnu sem við höfum haldið og verið partur af fram að þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagðist hins vegar búinn að ræða í ríkisstjórn að skipa hóp embættismanna til að fara yfir lög um þvinganir hér á landi; það snerist þó ekki um þær þvinganir sem nú væru til umræðu. Birgitta spurði einnig um hvort þvinganir skiluðu gagni. Ráðherrann sagði svo vera. „Það eru alveg dæmi um það að það sé gagnsemi en það er líka umdeilanlegt, að sjálfsögðu,“ sagði hann og nefndi sem dæmi þvinganir gegn Íran sem nú er verið að aflétta og Suður-Afríku á sínum tíma. „Það hefur líka verið viðurkennt af hálfu forseta Rússlands að þvingarnir hafa áhrif þar í landi, þó svo að olíuverð hafi kannski meiri áhrif.“
Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira