Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:59 Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira