Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:59 Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er ekki hægt að kjósa nýja forystu í flokknum á milli landsfunda nema mikið liggi við. Þáþurfa að minnsta kosti 150 flokksmenn aðóska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu u formannsembættið eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Stjórn flokksins ræðir í dag möguleika á að flýta landsfundi og formannskjöri. Sjö manns sitja í stjórn Samfylkingarinnar, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður, Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður. Stjórnin kemur saman í dag og ræðir hvort rétt sé að flýta landsfundi sem á að vera í janúar eða febrúar á næsta ári og þá um leið formannskjöri sem færi fram í aðdraganda landsfundar sem hugsanlega yrði þá haldinn í vor. Samfylkingin er eini strjórnmálaflokkurinn með lög sem kveða á um allsherjar atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Ef slík atkvæðagreiðsla á að fara fram þurfa 150 flokksmenn að krefjast þess eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Tíminn er því naumur ætli menn að halda aukalandsfund og formannskosningu í maí. Katrín Júlíusdóttir varaformaður segir eðlilegt að vilji sé til þess að kalla landsfund saman viðþær aðstæður sem nú ríki í Samfylkingunni. Það sé ekki viðunandi að jafnaðarmannaflokkur mælist með um 10 prósenta fylgi í langan tíma. En samkvæmt lögum Samfylkingarinnar er forysta flokksins hverju sinni kjörin til tveggja ára á milli landsfunda sem haldnir eru annað hvort ár. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt er að boða til aukalandsfunda en áþeim er ekki hægt að kjósa nýja forystu eða breyta lögum flokksins.Hvernig getur flokkurinn snúið sér út úr því? „Þetta förum við allt yfir. Það eru líka ákvæði í lögunum sem segja að viðákveðnar aðstæður sé hægt að breyta út fráþví sem vaninn er. Þannig að við skoðum það bara og sjáum hvernig við vinnum okkur út úr því. Ég fer kannski ekki alveg að festa mig í formalismanum hérna,“ segir Katrín. Hins vegar sé ekki sé hægt að tala um vanda Samfylkingarinnar eingöngu sem forystuvanda. „Nei, það er meira. Við sjáum bara að íslensk pólitík er að breytast mjög mikið. Við erum ekki eini flokkurinn sem er að horfa upp á að vera í sögulegu lágmarki mánuðum saman í könnunum. Aðrir flokkar eru meira að segja beinlínis að þurrkast út. Þannig að við erum ekki ein í þessari stöðu,“ segir Katrín. Það hafi átt sér stað breyting á pólitísku landslagi og fólkið í landinu geri kröfu um gegnsæi í stjórnmálunum og stjórnsýslunni og það sé skiljanleg krafa. „Fólk vill geta greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í auknum mæli. Fólk vill geta sagt sína skoðun oftar en á fjögurra ára fresti þegar gengið er til kosninga. Þannig að þetta allt saman er skiljanlegt og nú þurfum við flokkarnir að heyra þessa kröfu og gera þær breytingar sem verið er að krefjast af okkur,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira