Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 12:00 Atli hefur horft hýru auga á Hörpu í langan tíma, og fannst þetta útspil rökréttast í stöðunni. Vísir/Ernir „Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar. Sónar Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira