Hugleiddi formannsframboð en fannst rétt að yfirgefa pólitíkina Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 20:03 Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira