Skórnir bera nafnið Yeezy Boost 350 – „Pirate Black“ og kosta 34.900 krónur. Seinnipartinn í gær mættu nokkrir í röð fyrir utan Húrra og ætla þeir að tryggja sér par. Skórnir koma í það takmörkuðu upplagi að fólk utan úr heimi hefur haft samband við eigendur Húrra í þeirra von um að tryggja sér par.
Kanye hefur áður gefið út Yeezy skó og er hægt að kaupa slíkt par á Ebay á 1500 dollara í dag. Það jafngildir 200 þúsund íslenskum krónum.
Andri Ólafsson mætti á svæðið í morgun og ræddi við nokkra drengi sem ætla að vera í tæpa tvo sólarhringa í röð eftir skópari. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld en hér að neðan má sjá skemmtilegt innslag sem Andri gerði fyrir Lífið.