Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2016 15:47 „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. Vísir/Pjetur Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira