
Selma Björnsdóttir var sjálf afar ánægð með flutning Högna og Glowie á laginu og sagðist hafa farið á háskæla ein heima í sófanum í flensunni þegar hún heyrði flutninginn. „Þetta kom mér svo rosalega á óvart,“ skrifaði Selma sem sagði jafnframt að Íslendingar hefðu betur sent Högna og Glowie út til Jerúsalem um árið með þessa útgáfu. Sigurinn hefði verið vís að mati Selmu.
„Högni, ég elska þig,“ skrifaði Selma jafnframt.
Heyra má flutning Högna og Glowie hér fyrir neðan.
Var að hlusta á @hogniegilsson og Glowie taka All out of luck. Vá. Högni gæti jafnvel gert Gleðibankann svalann #12stig
— Stefán Máni (@StefnMni) February 13, 2016
Getum við ekki sent þetta lag? #12stig https://t.co/sY93GUK1p1
— Sigurlaug S (@sigurlaugs) February 13, 2016
Högni breytir vatni í vín #12stig pic.twitter.com/Y2sUn7EZxJ
— Páll Pétursson (@pallpeturs) February 13, 2016
"Pabbi, er þetta engill?" #12stig #pabbatwitter pic.twitter.com/FdWv3BoDGw
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 13, 2016
Snilld! #högni #12stig pic.twitter.com/U8B4DR6CHu
— Svandís Svavarsd (@svasva) February 13, 2016