Handbolti

St. Raphael klúðraði málunum í seinni hálfleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnór í leik með St. Raphael gegn Haukum fyrr í vetur.
Arnór í leik með St. Raphael gegn Haukum fyrr í vetur. Vísir/Stefán
Arnór Atlason og félagar í franska liðinu St. Rapahael þurftu að sætta sig við jafntefli á heimavelli í kvöld gegn svissneska liðinu Pfadi Winterthur 28-28 en Arnór setti þrjú mörk í leiknum.

Franska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og virtist ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Var munurinn níu mörk í hálfleik, 16-7 St. Raphael í vil.

Gestirnir frá Sviss vildu hinsvegar ekki gefast upp og náðu að kreista fram jafntefli í seinni hálfleik með hreint út sagt frábærri frammistöðu.

Leikmenn St. Raphael eiga eflaust eftir að naga sig í handarbökin eftir að hafa misst niður unninn leik en þetta voru fyrstu stig Pfadi Winterthur í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×