Barcelona endurheimti átta stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Sevilla í kvöld.
Victor Vitolo kom Sevilla óvænt yfir á Nývangi í dag með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Benoit Tremoulinas en Börsungar voru ekki lengi að svara.
Lionel Messi jafnaði metin tíu mínútum síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Mögnuð aukaspyrna hjá þessum besta knattspyrnumanni heims.
Liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn 1-1 en heimamenn voru ekki lengi að ná forskotinu í seinni hálfleik. Miðvörðurinn Gerard Pique stýrði þá fyrirgjöf Luis Suárez í netið af stuttu færi.
Börsungar eru nú komnir með 66 stig en Atletico Madrid, sem vann Real Madrid í gær, er næst með 58 stig. Real er svo í þriðja sætinu, tólf stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona.
Barcelona tólf stigum á undan Real | Sjáðu mörkin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið



Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn



Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti



Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM
Körfubolti

Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn