Atletico Madrid saxaði á forskot Barcelona á toppi deildarinnar með 0-1 sigri á erkifjendunum í Real Madrid á Santiago Bernebau í dag en Atletico hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum liðanna í deildinni.
Leikmenn Real Madrid vissu að allt annað en sigur í dag myndi endanlega gera út um vonir liðsins um að ná Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik skoraði Antonio Griezmann eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks eftir góða sendingu frá Filipe Luis.
Real Madrid er því níu stigum á eftir Barcelona en Börsungar eiga leik til góða annað kvöld.
Atletico komið með gott tak á Real Madrid í deildinni | Sjáðu markið
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
