Sjáið lið Snæfells og KR vinna bikarana í draugsýn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:30 Snæfellskonur fagna sigri í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hanna Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00
Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30