Einhvernsstaðar er tónlistin inni í manni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 11:30 "Ég var búin að búa fimmtán ár í Frakklandi og fannst tímabært að athuga hvort það væri mögulegt að komast yfir þetta haf,“ segir Steinunn Arnbjörg. Mynd/Daniele Basini Mengi er góður staður að spila á,“ segir sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg sem ætlar spila einleik í kvöld klukkan 21 í Mengi á Óðinsgötu og syngja með í tveimur lögum. „Það er einhver kækur hjá mér að vera að syngja þó að ég sé sellóleikari. Mér finnst það gaman og fólki hefur ekki fundist það svo hræðilegt að því hafi tekist að fá mig ofan af því,“ segir hún glaðlega. „Ísland er líka svo mikið söngland og ég tek þátt, kannski er það hluti af því að leita að tóninum - hinum hreina tóni eins og Garðar Hólm. Einhvers staðar er tónlistin inni í manni áður en hún verður að hljóði. Þó maður sé búinn að læra eitthvað í mörg ár þá kann maður það aldrei nógu vel.“ Verkin sem Steinunn Arnbjörg leikur eru frá 18. og 20 öld. Þau eru eftir Johann Sebastina Bach, Caspar Cassadó og Hans Wernar Henze og þau sem hún syngur eru eftir Jórunni Viðar og John Dowland. Hún kveðst hafa byrjað fjögurra ára í Susuki-skólanum. „Svo var ég að gaufa við sellóið þar til ég fór að læra á það almennilega, til dæmis hjá Gunnari Kvaran í sex ár. Ég fór svo út til Frakklands að læra tónlist og spila, kynntist manninum mínum, honum Maghurin Matharel og ílentist. Við höfum bæði spilað í barokkhljómsveitum - á selló, það er fjölskyldubísnisinn!“ Nú er Steinunn Arnbjörg sest að á Akureyri ásamt Maghurin og þremur börnum þeirra, tveggja, sex og átta ára. „En þetta eru bara frímínútur,“ segir hún. „Svo ég væri ekki alla ævi að spyrja: Hvenær flytjum við til Íslands?! Þó við verðum bara eitt ár í bili er búið að sanna að það sé hægt. Krökkunum líður vel hér enda Akureyri besti staður í Evrópu, - það stóð í blöðunum um daginn. Þau eru í Tónlistarskólanum á Akureyri. Leikskólinn, Tónlistarskólinn og strætóinn á Akureyri eru yndislegar stofnanir. Hún kveðst hafa verið fyrir norðan í þrjú ár í uppvextinum en annars í Reykjavík og Svíþjóð. „Öll móðurfjölskyldan er hér og ég hef alltaf hugsað um Akureyri sem heima.“ En hvernig hefur þeim hjónum vegnað þessa mánuði á Íslandi? „Bara vel en Maghurin er í hálfgerðri sjómennsku, fer út í lönd og spilar og kemur svo heim þegar hann má vera að. Þannig hefur það verið áður, því við erum hvergi fastráðin.“ Sjálf er Steinunn Arnbjörg nýbyrjuð spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Það er allt að gerast í Hofi,“ segir hún kát. „Listagyðjan virðist alveg hafa tekið sér bústað þar. Fullt af tónleikum og hljómsveitin að spila helling.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Mengi er góður staður að spila á,“ segir sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg sem ætlar spila einleik í kvöld klukkan 21 í Mengi á Óðinsgötu og syngja með í tveimur lögum. „Það er einhver kækur hjá mér að vera að syngja þó að ég sé sellóleikari. Mér finnst það gaman og fólki hefur ekki fundist það svo hræðilegt að því hafi tekist að fá mig ofan af því,“ segir hún glaðlega. „Ísland er líka svo mikið söngland og ég tek þátt, kannski er það hluti af því að leita að tóninum - hinum hreina tóni eins og Garðar Hólm. Einhvers staðar er tónlistin inni í manni áður en hún verður að hljóði. Þó maður sé búinn að læra eitthvað í mörg ár þá kann maður það aldrei nógu vel.“ Verkin sem Steinunn Arnbjörg leikur eru frá 18. og 20 öld. Þau eru eftir Johann Sebastina Bach, Caspar Cassadó og Hans Wernar Henze og þau sem hún syngur eru eftir Jórunni Viðar og John Dowland. Hún kveðst hafa byrjað fjögurra ára í Susuki-skólanum. „Svo var ég að gaufa við sellóið þar til ég fór að læra á það almennilega, til dæmis hjá Gunnari Kvaran í sex ár. Ég fór svo út til Frakklands að læra tónlist og spila, kynntist manninum mínum, honum Maghurin Matharel og ílentist. Við höfum bæði spilað í barokkhljómsveitum - á selló, það er fjölskyldubísnisinn!“ Nú er Steinunn Arnbjörg sest að á Akureyri ásamt Maghurin og þremur börnum þeirra, tveggja, sex og átta ára. „En þetta eru bara frímínútur,“ segir hún. „Svo ég væri ekki alla ævi að spyrja: Hvenær flytjum við til Íslands?! Þó við verðum bara eitt ár í bili er búið að sanna að það sé hægt. Krökkunum líður vel hér enda Akureyri besti staður í Evrópu, - það stóð í blöðunum um daginn. Þau eru í Tónlistarskólanum á Akureyri. Leikskólinn, Tónlistarskólinn og strætóinn á Akureyri eru yndislegar stofnanir. Hún kveðst hafa verið fyrir norðan í þrjú ár í uppvextinum en annars í Reykjavík og Svíþjóð. „Öll móðurfjölskyldan er hér og ég hef alltaf hugsað um Akureyri sem heima.“ En hvernig hefur þeim hjónum vegnað þessa mánuði á Íslandi? „Bara vel en Maghurin er í hálfgerðri sjómennsku, fer út í lönd og spilar og kemur svo heim þegar hann má vera að. Þannig hefur það verið áður, því við erum hvergi fastráðin.“ Sjálf er Steinunn Arnbjörg nýbyrjuð spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Það er allt að gerast í Hofi,“ segir hún kát. „Listagyðjan virðist alveg hafa tekið sér bústað þar. Fullt af tónleikum og hljómsveitin að spila helling.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira