Þjónninn sem hvarf – saga okkar allra Ívar Halldórsson skrifar 8. mars 2016 07:29 Ég hitti þig fyrst á veitingastað. Ég stóð við dyr veitingastaðarins og beið eftir þér, en þú ætlaðir að fylgja mér að borðinu. Ég sá þig inni í borðsalnum. Þú varst að tala við vinkonur þínar og virtist ekki taka eftir mér. Mér fannst óratími líða þar til augu þín mættu mínum loks. Þú virtist ekki jafn spennt að sjá mig. Ég leit á úrið mitt. Þú kláraðir spjallið áður en þú komst í áttina á mér. Þú heilsaðir mér varla, afhentir mér matseðil og virtist vilja bara drífa mig í sæti. Við gengum saman inn í borðsalinn. Það voru ekki margir viðskiptavinir á veitingastaðnum á þessu fallega miðvikudagskvöldi. „Viltu eitthvað að drekka?“ spurðir þú mig. „Já, ég væri til í Pepsi-Max“, sagði ég. Þú fórst frá borðinu og staldraðir við hjá vinkonum þínum í 4-5 mínútur áður en þú komst með drykkinn minn. Ég var mjög þyrstur þannig að mér fannst mun lengri tími hafa liðið. Þú spurðir mig áhugalaus að því mér virtist, hvort ég væri tilbúinn að panta. Ég spurði hvort þú mæltir með einhverju. „Það er allt mjög gott hérna“, svaraðir þú og horfðir í áttina að barnum eins og þú værir að flýta þér. Ég vildi ekki tefja þig og ákvað að panta aftur grilluðu kjúklingabringuna með frönskum kartöflunum. „Ok, takk“, sagðir þú, tókst matseðilinn úr hendi minni og hvarfst. Ég hafði ekki áttað mig á hversu þyrstur ég var. Ég kláraði rúmlega helminginn úr glasinu og beið eftir að sjá þig aftur til að biðja um meira. Ég hugsaði einnig að ef ég sæi einhverja vinkvenna þinna, gæti ég beðið hana að skjótast eftir áfyllingu fyrir mig. Ég átti ekki eftir að sjá þig né vinkonur þínar næstu 15-20 mínúturnar. „Ég hefði átt að panta mér ostastangir“, hugsaði ég gramur með mér. Þú settir diskinn með grilluðu kjúklingabringunni og frönsku kartöflunum á borðið fyrir framan mig, sagðir „Gjörðu svo vel“, og byrjaðir að ganga í burtu. „Afsakið, mætti ég fá meira að drekka?“, spurði ég. Þú snérir við, tókst glasið mitt og gekkst í burtu. Þegar þú varst horfinn áttaði ég mig á að ég var ekki með nein hnífapör til að borða með. Ég ætlaði að kalla á eftir þér, en þú varst farinn. Ég ætlaði að teygja mig í tómatsósuna þegar ég áttaði mig á því að það var engin tómatsósa á borðinu mínu. Ég stóð upp og gekk að öðru borði og greip eina flösku þaðan. Ég nartaði í frönsku kartöflurnar og beið eftir að þú birtist aftur. Þú virtist hafa gleymt mér. Ég sá eina vinkonuna þína ganga þar rétt hjá. Ég veifaði ákaft til hennar og spurði hvort ég gæti fengið drykkinn minn og ef til vill hnífapör þannig að ég gæti byrjað að njóta matarins áður en hann kólnaði. Vinkona þín reddaði þessu fyrir horn. Maturinn var ágætur að vanda enda kom ég á þennan stað vegna hans – ekki vegna þín. Ég hefði viljað panta meiri hunangssósu með kjúklingnum, en nennti ekki að leita að þér eða vinkonum þínum. Lét mig hafa það. Meðan ég var að borða matinn leit ég annað slagið hýru auga til myndar af girnilegum eftirrétti sem var á borðinu mínu. „Þetta er eitthvað fyrir mig!“, hugsaði ég og ákvað að ég myndi panta mér einmitt einn svona þegar þú kæmir aftur... En þú komst aldrei aftur. Ég heyrði í þér og vinkonum þínum hlæja á bak við eldhúshurðina í fjarska. Þú virtist vera búin að gleyma mér. Ég kvaddi myndina af eftirréttinum, stóð upp og gekk að afgreiðslukassanum. Þar var reyndar enginn. Ég beið í smá stund áður en ég kallaði „Halló!“. Ég vildi ekki ganga út án þess að borga fyrir matinn. Loks birtist karlmaður sem virtist vera einhvers konar yfirmaður; greinilega ómeðvitaður um metnaðarleysið á staðnum sem hann stýrði þetta kvöldið. „Hvernig var maturinn“, spurði hann. „Ágætur“, sagði ég um leið og ég rétti honum greiðslukortið mitt. Hann rétti mér loks kvittunina og sagði, „Takk fyrir komuna.“ Ég hafði ekkert að þakka fyrir, muldraði samt einhverjar þakkir og gekk í burtu....vonsvikinn. Þessi saga er því miður upplifun ótal margra ykkar sem þetta lesa. Þjónustufólk á veitingastöðum hérlendis fær ekki lægri laun þótt það veiti okkur lélega þjónustu. Víða erlendis, eins og t.d. í Bandaríkjunum, eru laun þjónustufólks á veitingastöðum ekki há af gefnu tilefni. En þjónustufólk getur þó búið til mjög góðan pening með því að heilla viðskiptavini sína með skemmtilegri og fagmannlegri þjónustu. Viðskiptavinir greiða þjórfé fyrir þjónustuna og getur sá peningur verið eins konar verðlaunaafhending fyrir vel unnin störf frá viðskiptavininum til þjónsins. Ég sjálfur hef sterkan bakgrunn í veitingabransanum og starfaði sjálfur í fjölmörg ár sem þjónn, og síðar sem framkvæmdastjóri, á gífurlega vinsælum fjölskylduveitingastað í Bandaríkjunum. Ég lagði mig fram um að veita framúrskarandi þjónustu og mín verðlaun voru góðar tekjur, og ekki síst frábær viðbrögð gesta minna við hlýjum og góðum móttökunum sem þeir ávallt fengu. Ég er sjálfur orðinn mjög þreyttur á arfaslakri þjónustu víða hér í landi og vildi óska þess að stjórnendur veitingastaða hérlendis tækju sig á. Á meðan þjórfé er ekki hvatinn í veitingahúsum verða stjórnendur einfaldlega að hysja upp um sig buxurnar og gera meiri kröfur til þjónustufólks síns til að viðhalda virðingu og vinsældum. Ég þekki fjölda fólks sem hefur fært viðskipti sín annað vegna slæmrar þjónustu og skil ég þetta fólk svo vel því ég er einmitt í þessum hópi. Ég hætti t.d. um tíma að fara á ónefndan veitingastað og er alveg hættur að fara á annan svipaðan ónefndan veitingastað vegna þess að ég og fjölskylda mín vorum alltaf jafn vonsvikin og pirruð þegar við gengum út. Svo deili ég hryllingssögunum með vinum mínum, eins og við öll gerum, og hvet þá til að fara annað með sína dýrmætu peninga. Eftirfarandi er bara á milli mín og þín kæri veitingastjóri/vaktstjóri: (Ég lækka röddina) „Gerir þú þér grein fyrir því að þú getur aukið afkomu veitingastaðar þíns og ánægju starfsfólks þíns án þess að fjölga vinnustundum, auka álag á starfsmenn eða kaupa fleiri auglýsingar? Það leynast peningar undir dyramottunni þinni og þú þarft bara að sækja þá! Fáðu þjónustufólkið þitt bara til að hætta að afgreiða mig og byrja að þjóna faglega til borðs; færa mér hnífapör, mæla með forrétti, athuga hvort allt sé í lagi með matinn og hvort mig vanti eitthvað stuttu eftir að hann er borinn fram og bjóða mér síðan kaffi eða eftirrétt að lokinni máltíð.“ (Ég hækka röddina aðeins) „Ég lofa því að við munum báðir fagna útkomunni. Ég borga þér brosandi meiri pening og heimsæki þig oftar, á meðan þú eykur hagnað og vinsældir. Þetta er „vinn-vinn“ fyrir okkur báða!“ Kæru lesendur, hættum að sætta okkur við að afhenda kærulausum veitingahúsaeigendum pening fyrir þjónustu sem er í besta falli áhugalaus afgreiðsla. Þið vitið sjálfir hversu oft þið eruð ósáttir með þjónustuna víða hérlendis. Hættum þessari meðvirkni og gerum kröfur um að fá það sem við borgum fyrir næst. Yfir til ykkar vaktstjórar og veitingahúsastjórnendur. Það er kominn tími að þið hættið að líta á okkur sem sjálfsagða og fyrirhafnarlausa tekjulind og ferkantað borðnúmer. Komið fram við okkur eins og velkomna gesti, því það kemur annars að því að fleiri og fleiri okkar gera eins og þjónustufólkið ykkar er orðið þekkt fyrir – við hverfum úr augsýn og komum aldrei aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Ég hitti þig fyrst á veitingastað. Ég stóð við dyr veitingastaðarins og beið eftir þér, en þú ætlaðir að fylgja mér að borðinu. Ég sá þig inni í borðsalnum. Þú varst að tala við vinkonur þínar og virtist ekki taka eftir mér. Mér fannst óratími líða þar til augu þín mættu mínum loks. Þú virtist ekki jafn spennt að sjá mig. Ég leit á úrið mitt. Þú kláraðir spjallið áður en þú komst í áttina á mér. Þú heilsaðir mér varla, afhentir mér matseðil og virtist vilja bara drífa mig í sæti. Við gengum saman inn í borðsalinn. Það voru ekki margir viðskiptavinir á veitingastaðnum á þessu fallega miðvikudagskvöldi. „Viltu eitthvað að drekka?“ spurðir þú mig. „Já, ég væri til í Pepsi-Max“, sagði ég. Þú fórst frá borðinu og staldraðir við hjá vinkonum þínum í 4-5 mínútur áður en þú komst með drykkinn minn. Ég var mjög þyrstur þannig að mér fannst mun lengri tími hafa liðið. Þú spurðir mig áhugalaus að því mér virtist, hvort ég væri tilbúinn að panta. Ég spurði hvort þú mæltir með einhverju. „Það er allt mjög gott hérna“, svaraðir þú og horfðir í áttina að barnum eins og þú værir að flýta þér. Ég vildi ekki tefja þig og ákvað að panta aftur grilluðu kjúklingabringuna með frönskum kartöflunum. „Ok, takk“, sagðir þú, tókst matseðilinn úr hendi minni og hvarfst. Ég hafði ekki áttað mig á hversu þyrstur ég var. Ég kláraði rúmlega helminginn úr glasinu og beið eftir að sjá þig aftur til að biðja um meira. Ég hugsaði einnig að ef ég sæi einhverja vinkvenna þinna, gæti ég beðið hana að skjótast eftir áfyllingu fyrir mig. Ég átti ekki eftir að sjá þig né vinkonur þínar næstu 15-20 mínúturnar. „Ég hefði átt að panta mér ostastangir“, hugsaði ég gramur með mér. Þú settir diskinn með grilluðu kjúklingabringunni og frönsku kartöflunum á borðið fyrir framan mig, sagðir „Gjörðu svo vel“, og byrjaðir að ganga í burtu. „Afsakið, mætti ég fá meira að drekka?“, spurði ég. Þú snérir við, tókst glasið mitt og gekkst í burtu. Þegar þú varst horfinn áttaði ég mig á að ég var ekki með nein hnífapör til að borða með. Ég ætlaði að kalla á eftir þér, en þú varst farinn. Ég ætlaði að teygja mig í tómatsósuna þegar ég áttaði mig á því að það var engin tómatsósa á borðinu mínu. Ég stóð upp og gekk að öðru borði og greip eina flösku þaðan. Ég nartaði í frönsku kartöflurnar og beið eftir að þú birtist aftur. Þú virtist hafa gleymt mér. Ég sá eina vinkonuna þína ganga þar rétt hjá. Ég veifaði ákaft til hennar og spurði hvort ég gæti fengið drykkinn minn og ef til vill hnífapör þannig að ég gæti byrjað að njóta matarins áður en hann kólnaði. Vinkona þín reddaði þessu fyrir horn. Maturinn var ágætur að vanda enda kom ég á þennan stað vegna hans – ekki vegna þín. Ég hefði viljað panta meiri hunangssósu með kjúklingnum, en nennti ekki að leita að þér eða vinkonum þínum. Lét mig hafa það. Meðan ég var að borða matinn leit ég annað slagið hýru auga til myndar af girnilegum eftirrétti sem var á borðinu mínu. „Þetta er eitthvað fyrir mig!“, hugsaði ég og ákvað að ég myndi panta mér einmitt einn svona þegar þú kæmir aftur... En þú komst aldrei aftur. Ég heyrði í þér og vinkonum þínum hlæja á bak við eldhúshurðina í fjarska. Þú virtist vera búin að gleyma mér. Ég kvaddi myndina af eftirréttinum, stóð upp og gekk að afgreiðslukassanum. Þar var reyndar enginn. Ég beið í smá stund áður en ég kallaði „Halló!“. Ég vildi ekki ganga út án þess að borga fyrir matinn. Loks birtist karlmaður sem virtist vera einhvers konar yfirmaður; greinilega ómeðvitaður um metnaðarleysið á staðnum sem hann stýrði þetta kvöldið. „Hvernig var maturinn“, spurði hann. „Ágætur“, sagði ég um leið og ég rétti honum greiðslukortið mitt. Hann rétti mér loks kvittunina og sagði, „Takk fyrir komuna.“ Ég hafði ekkert að þakka fyrir, muldraði samt einhverjar þakkir og gekk í burtu....vonsvikinn. Þessi saga er því miður upplifun ótal margra ykkar sem þetta lesa. Þjónustufólk á veitingastöðum hérlendis fær ekki lægri laun þótt það veiti okkur lélega þjónustu. Víða erlendis, eins og t.d. í Bandaríkjunum, eru laun þjónustufólks á veitingastöðum ekki há af gefnu tilefni. En þjónustufólk getur þó búið til mjög góðan pening með því að heilla viðskiptavini sína með skemmtilegri og fagmannlegri þjónustu. Viðskiptavinir greiða þjórfé fyrir þjónustuna og getur sá peningur verið eins konar verðlaunaafhending fyrir vel unnin störf frá viðskiptavininum til þjónsins. Ég sjálfur hef sterkan bakgrunn í veitingabransanum og starfaði sjálfur í fjölmörg ár sem þjónn, og síðar sem framkvæmdastjóri, á gífurlega vinsælum fjölskylduveitingastað í Bandaríkjunum. Ég lagði mig fram um að veita framúrskarandi þjónustu og mín verðlaun voru góðar tekjur, og ekki síst frábær viðbrögð gesta minna við hlýjum og góðum móttökunum sem þeir ávallt fengu. Ég er sjálfur orðinn mjög þreyttur á arfaslakri þjónustu víða hér í landi og vildi óska þess að stjórnendur veitingastaða hérlendis tækju sig á. Á meðan þjórfé er ekki hvatinn í veitingahúsum verða stjórnendur einfaldlega að hysja upp um sig buxurnar og gera meiri kröfur til þjónustufólks síns til að viðhalda virðingu og vinsældum. Ég þekki fjölda fólks sem hefur fært viðskipti sín annað vegna slæmrar þjónustu og skil ég þetta fólk svo vel því ég er einmitt í þessum hópi. Ég hætti t.d. um tíma að fara á ónefndan veitingastað og er alveg hættur að fara á annan svipaðan ónefndan veitingastað vegna þess að ég og fjölskylda mín vorum alltaf jafn vonsvikin og pirruð þegar við gengum út. Svo deili ég hryllingssögunum með vinum mínum, eins og við öll gerum, og hvet þá til að fara annað með sína dýrmætu peninga. Eftirfarandi er bara á milli mín og þín kæri veitingastjóri/vaktstjóri: (Ég lækka röddina) „Gerir þú þér grein fyrir því að þú getur aukið afkomu veitingastaðar þíns og ánægju starfsfólks þíns án þess að fjölga vinnustundum, auka álag á starfsmenn eða kaupa fleiri auglýsingar? Það leynast peningar undir dyramottunni þinni og þú þarft bara að sækja þá! Fáðu þjónustufólkið þitt bara til að hætta að afgreiða mig og byrja að þjóna faglega til borðs; færa mér hnífapör, mæla með forrétti, athuga hvort allt sé í lagi með matinn og hvort mig vanti eitthvað stuttu eftir að hann er borinn fram og bjóða mér síðan kaffi eða eftirrétt að lokinni máltíð.“ (Ég hækka röddina aðeins) „Ég lofa því að við munum báðir fagna útkomunni. Ég borga þér brosandi meiri pening og heimsæki þig oftar, á meðan þú eykur hagnað og vinsældir. Þetta er „vinn-vinn“ fyrir okkur báða!“ Kæru lesendur, hættum að sætta okkur við að afhenda kærulausum veitingahúsaeigendum pening fyrir þjónustu sem er í besta falli áhugalaus afgreiðsla. Þið vitið sjálfir hversu oft þið eruð ósáttir með þjónustuna víða hérlendis. Hættum þessari meðvirkni og gerum kröfur um að fá það sem við borgum fyrir næst. Yfir til ykkar vaktstjórar og veitingahúsastjórnendur. Það er kominn tími að þið hættið að líta á okkur sem sjálfsagða og fyrirhafnarlausa tekjulind og ferkantað borðnúmer. Komið fram við okkur eins og velkomna gesti, því það kemur annars að því að fleiri og fleiri okkar gera eins og þjónustufólkið ykkar er orðið þekkt fyrir – við hverfum úr augsýn og komum aldrei aftur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun