Handbolti

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Svíþjóð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tandri á landsliðsæfingu.
Tandri á landsliðsæfingu. vísir/valli
Tandri Már Konráðsson var í banastuði er lið hans, Ricoh HK, vann afar mikilvægan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þá valtaði Ricoh yfir Aranäs, 30-20. Bæði lið eru í neðri hlutanum og Ricoh átti eitt stig á andstæðinginn fyrir kvöldið en núna þrjú stig.

Tandri Már skoraði sex mörk í átta skotum í kvöld og var næstmarkahæstur í sínu liði. Magnús Óli Magnússon skoraði eitt mark fyrir Ricoh sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Örn Ingi Bjarkason var einna skástur í liði Hammarby sem fékk á baukinn gegn Ystad og tapaði 33-20. Örn Ingi skoraði þrjú mörk í fimm skotum í leiknum.

Hammarby er í níunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×