Væri draumur að mæta Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2016 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar marki sínu á móti Dönum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Jónína Guðbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira