Eiginkonur og kærustur íslensku strákanna hitta þá bara einu sinni á meðan EM stendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 19:28 Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29
Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00