Rekinn en ráðinn aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2016 11:42 Ingvar er kominn aftur úr kuldanum og stýrir Haukum út tímabilið. vísir/ernir Mikið hefur gengið á að tjaldabaki hjá kvennaliði Hauka í körfubolta að undanförnu. Í gær sendu Haukar frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Andri Þór Kristinsson væri hættur sem einn af þremur þjálfurum liðsins. Í stað hans var Henning Henningsson tekinn inn í þjálfarateymið en hann verður aðstoðarþjálfari Ingvars Þór Guðjónssonar.Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að málið sé flóknara en það virðist á yfirborðinu. Þar kemur fram að þeim Ingvari og Andra hafi báðum verið sagt upp störfum á miðvikudagskvöldið, en þeir voru ráðnir þjálfarar liðsins fyrir tímabilið ásamt Helenu Sverrisdóttur. Haft er eftir Andra að eftir að hugsanlegir eftirmenn hafi ekki viljað starfið hafi honum hafi verið boðið að taka við Haukaliðinu sem aðalþjálfari, með Henning sér við hlið. Það gerðist hins vegar ekki og rúmum sólarhring eftir að Ingvar var rekinn var hann ráðinn aftur, nú sem aðalþjálfari. Að sögn Kjartans Freys Ásmundssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Hauka, fær „Ingvar skýrt umboð sem aðalþjálfari“.Chelsie Schweers var rekin frá tveimur félögum á sama tímabilinu.vísir/ernirHaukar gerðu ekki einungis breytingu á þjálfarateyminu heldur var hin bandaríska Chelsie Schweers látin fara. Kjartan Atli Kjartansson greindi frá þessu í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær en fregnirnar voru svo staðfestar á heimasíðu Hauka. Þar kemur fram að Haukar hafi ekki verið sáttir við frammistöðu Schweers sem kom til liðsins eftir að hún var látin fara frá Stjörnunni. Schweers lék alls sjö deildarleiki fyrir Hauka og skoraði að meðaltali í þeim 22,0 stig og gaf 2,3 stoðsendingar. Haukar klára því tímabilið án erlends leikmanns eins og stefnt var að í upphafi. Hafnfirðingar sitja í 2. sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells, en þessi lið mætast einmitt á þriðjudaginn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Mikið hefur gengið á að tjaldabaki hjá kvennaliði Hauka í körfubolta að undanförnu. Í gær sendu Haukar frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Andri Þór Kristinsson væri hættur sem einn af þremur þjálfurum liðsins. Í stað hans var Henning Henningsson tekinn inn í þjálfarateymið en hann verður aðstoðarþjálfari Ingvars Þór Guðjónssonar.Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að málið sé flóknara en það virðist á yfirborðinu. Þar kemur fram að þeim Ingvari og Andra hafi báðum verið sagt upp störfum á miðvikudagskvöldið, en þeir voru ráðnir þjálfarar liðsins fyrir tímabilið ásamt Helenu Sverrisdóttur. Haft er eftir Andra að eftir að hugsanlegir eftirmenn hafi ekki viljað starfið hafi honum hafi verið boðið að taka við Haukaliðinu sem aðalþjálfari, með Henning sér við hlið. Það gerðist hins vegar ekki og rúmum sólarhring eftir að Ingvar var rekinn var hann ráðinn aftur, nú sem aðalþjálfari. Að sögn Kjartans Freys Ásmundssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Hauka, fær „Ingvar skýrt umboð sem aðalþjálfari“.Chelsie Schweers var rekin frá tveimur félögum á sama tímabilinu.vísir/ernirHaukar gerðu ekki einungis breytingu á þjálfarateyminu heldur var hin bandaríska Chelsie Schweers látin fara. Kjartan Atli Kjartansson greindi frá þessu í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær en fregnirnar voru svo staðfestar á heimasíðu Hauka. Þar kemur fram að Haukar hafi ekki verið sáttir við frammistöðu Schweers sem kom til liðsins eftir að hún var látin fara frá Stjörnunni. Schweers lék alls sjö deildarleiki fyrir Hauka og skoraði að meðaltali í þeim 22,0 stig og gaf 2,3 stoðsendingar. Haukar klára því tímabilið án erlends leikmanns eins og stefnt var að í upphafi. Hafnfirðingar sitja í 2. sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells, en þessi lið mætast einmitt á þriðjudaginn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira