Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir í landsleik á móti Slóvakíu. Vísir/Anton Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30
Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45