Atlético Madrid vann 3-0 heimasigur á Real Sociedad í spænsku deildinni í kvöld og er nú fimm stigum á eftir toppliði Barcelona.
Það voru þeir Saúl og Antoine Griezmann sem skoruðu fyrir Atlético Madrid í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark. Staðan var 1-0 í hálfleik eftir að Reyes skoraði sjálfsmark strax á 8. mínútu.
Antoine Griezmann hefur skorað 14 af 39 mörkum Atlético Madrid í spænsku deildinni á þessu tímabili.
Jan Oblak, slóvenski markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í átjánda sinn á tímabilinu en hann hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 27 leikjum.
Jan Oblak hefur nú haldið markinu hreinu í 404 mínútur eða síðan Eibar komst í 1-0 í 3-1 tapi á móti Atlético Madrid í byrjun febrúar.
Barcelona getur endurheimt átta stiga forskot sitt með sigri á Rayo Vallecano á fimmtudagskvöldið.
