Lýður Sörlason, sem klippt og rakað hefur fjölmarga Íslendinga síðastliðna áratugi, lokaði stofu sinni í gær á hlaupársdaginn, 29. febrúar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá þessu á Twitter í gær en hann náði mynd af Lýð og Davíð Oddssyni, sjálfstæðismanni með meiru og ritstjóra Morgunblaðsins.
Að sögn Guðlaugs hefur Lýður starfað sem rakari frá 10. september 1960 og var með sjálfstæðan rekstur í fimmtíu ár. Hann rak rakarastofu Lýðs Sörlasonar við Lágmúla 7.
Síðasti kúnninn hjá Lýð. Byrjaði 10 september 1960. Búinn að vera með sjálfstæðan rekstur fyrir 50 árum. #legend pic.twitter.com/6egP6C7Gvv
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 29, 2016