Kem til með að gista í miðjum frumskógi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:00 Davíð Arnar Oddgeirsson myndbandsframleiðandi er á leið til Suður-Afríku þar sem hann kemur til með að festa á filmu ævintýri ferðarinnar. vísir/Ernir „Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs. Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs.
Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp