Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 16:04 Fundurinn á Kjalarnesi í gær var hófstilltur. Visir/Vilhelm Rætt var við íbúa Arnarholts áður en húsnæðið var nýtt fyrir hælisleitendur en ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa á Kjalarnesi. Þessu greinir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun frá í tölvupóst samskiptum við fréttastofu. Aðspurð um hvort tillit hafi verið tekið til þess hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við þá íbúa sem fyrir voru svaraði hún; „Þetta úrræði bauðst á tíma þar sem mikill skortur var á húsnæði fyrir hælisleitendur og þótti henta vel. Staðan er sú að framboð af húsnæði er aftar takmarkað og við verðum að nýta það sem býðst“. Annað kvörtunarefni íbúa á fundinum var að svo virðist sem hælisleitendur hafi lítið að gera. Kristín bendir á að hælisleitendur standi til boða fjölbreytt félagsstarf hjá Rauða Krossinum og að einnig fái þeir afhend strætó- og sundkort. Eins og staðan er í dag eru tvær rútuferðir á dag að biðskýlinu í strætó og svo er hælisleitendum boðið sérstaklega upp á tvær rútuferðir í viku til Mosfellsbæjar til að versla. Vegna aukins álag er nú verið að skoða hvort mögulegt sé að auka þessum ferðum. Samkvæmt Kristínu er ekki er á dagskrá að fjölga hælisleitendum á Arnarolti og gildir núverandi samningur um húsnæðið til 15. Júní 2016. Í samtali við Vísi í morgun greindi íbúi frá því að óánægja hefði verið með fundinn. Það kemur líka fram á spjallþræði íbúa Kjalarnes á Facebook. Eitt af áhyggjuefnum þeirra sem þar búa er að allir hælisleitendurnir 50 eru karlkyns. „Húsnæðið hentar ekki til að vista fjölskyldur,“ útskýrir Kristín María. „Í vistunarúrræðum Útlendingastofnunar eru konur vistaðar sér, karlar sér og fjölskyldur sér. Þá ber að geta þess að einhleypir karlmenn eru stór hluti af heildarfjölda hælisleitenda“.Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti.Vísir/VilhelmKvartanir skiljanlegar Fulltrúi Rauða Krossins á fundinum var Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur sem sér um réttargæslu hælisleitenda. Hennar upplifun af fundinum var sú að hann hafi verið hófstilltur og að hann hafi farið vel fram. „Aðal stefið þarna voru áhyggjur íbúa að aðbúnaði og öðru í kringum hælisleitendur. Þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið kynningu sem er mjög skiljanlegt. Þau gerðu athugasemdir um samgöngukerfið því álag á því hefur aukist gífurlega eftir fjölgunina“. Aðspurð út í hvort hefði mátt kynna betur fyrir íbúum Kjalarnes hvernig staðið yrði að málið segir hún svo vera. „Við vorum búin að gera ákveðnar athugasemdir við staðsetninguna áður en þetta var sett á fót. Við gagnrýndum fjarlægð frá samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu. Það er líka langt í næstu Rauða Kross skrifstofu í Mosfellsbæ. Það er heldur ekki aðstaða þarna fyrir uppákomur. Ég held að íbúar Kjalarnes þurfi ekki að hafa áhyggjur af hælisleitendum umfram aðra þarna á svæðinu“. Það er alfarið ákvörðun Útllendingastofnunar að velja Arnarholt sem heppilegt búsetu úrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingastofnun er með samning um búsetuúrræði við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæ.Einangrun ýtir undir öðrun Björn Teitson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi reynt að benda á það fyrirfram að búseta á Arnarholti gæti ýtt undir öðrun. "Eðli staðsetningarinnar gerir það að verkum að það er svo auðvelt að aðra fólk. Ef þau eru á stað þar sem þau eru berskjölduð fyrir náttúrunni og eru mikið fyrir augunum á fólki sem getur bent er þetta akkúrat hættan sem getur myndast". Björn bendir á að svipað mál hafi komið upp í Reykjanesbæ þegar hælisleitendur bjuggu á FIT-Hostel. „Það var gerð MA-rannsókn um afstöðu Reykjavíkubúa og Reykjanesbæjar til hælisleitenda en þá hafði þetta mikil áhrif. Þá kom í ljós mun neikvæðari afstaða til hælisleitanda í Reykjanesbæ. Það sem við vonumst til er að fundin verði framtíðar búsetuúrræði í mannvænna umhverfi og í meiri nálægð við borgarlífið sem takmarkar þörf á almenningssamgöngum og daglegum löngum ferðalögum“. Fréttastofa hafði samband við einn hælisleitanda sem flutti nýverið frá Arnarholti. Hann vildi ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði að sér hefði líkað tími sinn á þar vel. Hann sagði íbúa Kjalarnes vera vinalega og að hann hafi ekki vanhagað um neitt. Flóttamenn Tengdar fréttir Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Rætt var við íbúa Arnarholts áður en húsnæðið var nýtt fyrir hælisleitendur en ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa á Kjalarnesi. Þessu greinir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun frá í tölvupóst samskiptum við fréttastofu. Aðspurð um hvort tillit hafi verið tekið til þess hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við þá íbúa sem fyrir voru svaraði hún; „Þetta úrræði bauðst á tíma þar sem mikill skortur var á húsnæði fyrir hælisleitendur og þótti henta vel. Staðan er sú að framboð af húsnæði er aftar takmarkað og við verðum að nýta það sem býðst“. Annað kvörtunarefni íbúa á fundinum var að svo virðist sem hælisleitendur hafi lítið að gera. Kristín bendir á að hælisleitendur standi til boða fjölbreytt félagsstarf hjá Rauða Krossinum og að einnig fái þeir afhend strætó- og sundkort. Eins og staðan er í dag eru tvær rútuferðir á dag að biðskýlinu í strætó og svo er hælisleitendum boðið sérstaklega upp á tvær rútuferðir í viku til Mosfellsbæjar til að versla. Vegna aukins álag er nú verið að skoða hvort mögulegt sé að auka þessum ferðum. Samkvæmt Kristínu er ekki er á dagskrá að fjölga hælisleitendum á Arnarolti og gildir núverandi samningur um húsnæðið til 15. Júní 2016. Í samtali við Vísi í morgun greindi íbúi frá því að óánægja hefði verið með fundinn. Það kemur líka fram á spjallþræði íbúa Kjalarnes á Facebook. Eitt af áhyggjuefnum þeirra sem þar búa er að allir hælisleitendurnir 50 eru karlkyns. „Húsnæðið hentar ekki til að vista fjölskyldur,“ útskýrir Kristín María. „Í vistunarúrræðum Útlendingastofnunar eru konur vistaðar sér, karlar sér og fjölskyldur sér. Þá ber að geta þess að einhleypir karlmenn eru stór hluti af heildarfjölda hælisleitenda“.Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti.Vísir/VilhelmKvartanir skiljanlegar Fulltrúi Rauða Krossins á fundinum var Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur sem sér um réttargæslu hælisleitenda. Hennar upplifun af fundinum var sú að hann hafi verið hófstilltur og að hann hafi farið vel fram. „Aðal stefið þarna voru áhyggjur íbúa að aðbúnaði og öðru í kringum hælisleitendur. Þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið kynningu sem er mjög skiljanlegt. Þau gerðu athugasemdir um samgöngukerfið því álag á því hefur aukist gífurlega eftir fjölgunina“. Aðspurð út í hvort hefði mátt kynna betur fyrir íbúum Kjalarnes hvernig staðið yrði að málið segir hún svo vera. „Við vorum búin að gera ákveðnar athugasemdir við staðsetninguna áður en þetta var sett á fót. Við gagnrýndum fjarlægð frá samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu. Það er líka langt í næstu Rauða Kross skrifstofu í Mosfellsbæ. Það er heldur ekki aðstaða þarna fyrir uppákomur. Ég held að íbúar Kjalarnes þurfi ekki að hafa áhyggjur af hælisleitendum umfram aðra þarna á svæðinu“. Það er alfarið ákvörðun Útllendingastofnunar að velja Arnarholt sem heppilegt búsetu úrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingastofnun er með samning um búsetuúrræði við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæ.Einangrun ýtir undir öðrun Björn Teitson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi reynt að benda á það fyrirfram að búseta á Arnarholti gæti ýtt undir öðrun. "Eðli staðsetningarinnar gerir það að verkum að það er svo auðvelt að aðra fólk. Ef þau eru á stað þar sem þau eru berskjölduð fyrir náttúrunni og eru mikið fyrir augunum á fólki sem getur bent er þetta akkúrat hættan sem getur myndast". Björn bendir á að svipað mál hafi komið upp í Reykjanesbæ þegar hælisleitendur bjuggu á FIT-Hostel. „Það var gerð MA-rannsókn um afstöðu Reykjavíkubúa og Reykjanesbæjar til hælisleitenda en þá hafði þetta mikil áhrif. Þá kom í ljós mun neikvæðari afstaða til hælisleitanda í Reykjanesbæ. Það sem við vonumst til er að fundin verði framtíðar búsetuúrræði í mannvænna umhverfi og í meiri nálægð við borgarlífið sem takmarkar þörf á almenningssamgöngum og daglegum löngum ferðalögum“. Fréttastofa hafði samband við einn hælisleitanda sem flutti nýverið frá Arnarholti. Hann vildi ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði að sér hefði líkað tími sinn á þar vel. Hann sagði íbúa Kjalarnes vera vinalega og að hann hafi ekki vanhagað um neitt.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41