Fimm fylgdarlaus börn á landinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2016 06:00 Jakob kom til Íslands í byrjun janúar. Hann bíður eftir að fara á unglingaheimilið Hraunberg í Breiðholti og dreymir um að fara í nám tengt viðskiptafræði. Honum hefur verið greint frá því að það sé ekki hægt. vísir/Vilhelm Sjö fylgdarlaus ungmenni komu til landsins á síðasta ári en eitt þeirra dró umsókn sína um hæli til baka. Tveimur fylgdarlausum ungmennum hefur verið veitt vernd hér á landi og hafa barnaverndaryfirvöld í Reykjavík mál þeirra á sínu forræði. Tveimur fylgdarlausum ungmennum var synjað um hæli og voru þau flutt aftur til heimalands síns á árinu 2015. Þeim var fylgt þangað af alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra en flutningur fylgdarlauss ungmennis er ávallt framkvæmdur í samvinnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra og þess stjórnvalds sem hefur mál viðkomandi einstaklings á sínu forræði, þ.e. barnaverndaryfirvalda. Í öðru tilvikinu á síðasta ári var fulltrúi íslenskra barnaverndaryfirvalda með í för og í báðum tilvikunum tóku fulltrúar barnaverndaryfirvalda í heimalandinu á móti ungmennunum. Umsóknir hinna tveggja eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun sem og mál þriggja fylgdarlausra ungmenna sem komu til landsins í janúar 2016. Tvö barnanna eru komin í vist hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Veruleiki þeirra barna sem koma fylgdarlaus til landsins er afar frábrugðinn veruleika íslenskra barna. Sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár áður en þau koma hingað til lands.Saga Jakobs Eitt þessara barna sem er í umsjá barnaverndaryfirvalda er ungur drengur frá Albaníu. Vegna aðstæðna hans og líðanar kemur hann ekki fram undir nafni en segir sögu sína í fylgd réttargæslumanns síns. Við skulum kalla hann Jakob. Jakob kom hingað til lands snemma í janúar. Hann hefur verið á flótta í tæp tvö ár. Hann er með löglegt vegabréf og þarf því ekki að fara í aldursgreiningu, hann er sautján ára. Þegar Jakob hittir blaðamann er hann enn í vist í móttökustöð hælisleitenda í Bæjarhrauni með fullorðnu fólki. Honum er sagt að hann geti ekki fengið að stunda skóla þar sem skráningu í skóla þessa önnina sé lokið í framhaldsskóla. Barnaverndarstofa lýsti því yfir að hún vildi leysa málefni fylgdarlausra barna með þeim hætti að koma þeim í fóstur hjá íslenskum fjölskyldum. Jakob hefur ekki heyrt um þau úrræði. Hann er á leiðinni á unglingaheimili í Breiðholti, Hraunberg. Það sem Jakob hræðist mest er að verða fluttur aftur til heimalands síns. Fjölskyldan þurfti að slíta tengsl við hann og senda í öruggt skjól. Hann er einn sex systkina. Sum þeirra eru í felum í heimalandinu. Aðeins yngsta systir hans býr enn hjá foreldrum hans. Ástæðan er sú að honum stendur ógn af því að vera með fjölskyldu sinni. Fjölskyldulíf Jakobs er í lamasessi. Jakob segir frá því að faðir hans hafi lent í heiftúðlegum útistöðum við annan mann. Útistöðurnar hafi leitt til gegndarlauss ofbeldis og hefndarverka. Svokallaðrar blóðhefndar. Ofbeldið beindist að karlmönnum í fjölskyldu Jakobs. Hann var stunginn í bakið aðeins þrettán ára gamall. Stungan fór djúpt í bakið, nærri því inn að mænu. Hann er með ljótt ör. Ofbeldið varð honum mikið áfall og læknir hans sagði honum að hann væri heppinn að hafa ekki lamast eða jafnvel látið lífið. Eftir að sár hans greru fór hann í felur. Hann fékk skjól í kirkju fyrir milligöngu fjölskyldunnar. Kaþólskur prestur skaut yfir hann skjólshúsi. Jakob fékk að dvelja í kirkjunni ásamt um það bil tuttugu öðrum börnum og unglingum. Hann endurgalt skjólið og fæðið með því að aðstoða í hjálparstarfi kirkjunnar. Presturinn sá til þess að hann færi í skóla og Jakob gekk vel í náminu. Jakob fékk að vera í kirkjunni þar til í septembermánuði á síðasta ári. Þá var presturinn fluttur til Ítalíu. Þegar presturinn flutti var úrræðinu fyrir börnin lokað. Jakob ákvað að elta prestinn til Ítalíu. Jakob fékk að dvelja hjá honum í þrjá mánuði. Aðstæður hans voru ekki jafn góðar og í kaþólsku kirkjunni í Albaníu og presturinn og foreldrar hans leituðu að tryggum stað fyrir Jakob. Eftir að hafa rætt málin við aðra presta og leitað heimilda á netinu sagði presturinn við Jakob að á Íslandi væri hugsað vel um þarfir barna, menntunarstig þjóðarinnar væri hátt, hún væri friðsöm. Presturinn greiddi flugfarið. Jakob flaug frá Ítalíu til Noregs. Nú er hann kominn til landsins, með meðmælabréf frá prestinum og bíður svara frá Útlendingastofnun. Flóttamenn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Sjö fylgdarlaus ungmenni komu til landsins á síðasta ári en eitt þeirra dró umsókn sína um hæli til baka. Tveimur fylgdarlausum ungmennum hefur verið veitt vernd hér á landi og hafa barnaverndaryfirvöld í Reykjavík mál þeirra á sínu forræði. Tveimur fylgdarlausum ungmennum var synjað um hæli og voru þau flutt aftur til heimalands síns á árinu 2015. Þeim var fylgt þangað af alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra en flutningur fylgdarlauss ungmennis er ávallt framkvæmdur í samvinnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra og þess stjórnvalds sem hefur mál viðkomandi einstaklings á sínu forræði, þ.e. barnaverndaryfirvalda. Í öðru tilvikinu á síðasta ári var fulltrúi íslenskra barnaverndaryfirvalda með í för og í báðum tilvikunum tóku fulltrúar barnaverndaryfirvalda í heimalandinu á móti ungmennunum. Umsóknir hinna tveggja eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun sem og mál þriggja fylgdarlausra ungmenna sem komu til landsins í janúar 2016. Tvö barnanna eru komin í vist hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Veruleiki þeirra barna sem koma fylgdarlaus til landsins er afar frábrugðinn veruleika íslenskra barna. Sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár áður en þau koma hingað til lands.Saga Jakobs Eitt þessara barna sem er í umsjá barnaverndaryfirvalda er ungur drengur frá Albaníu. Vegna aðstæðna hans og líðanar kemur hann ekki fram undir nafni en segir sögu sína í fylgd réttargæslumanns síns. Við skulum kalla hann Jakob. Jakob kom hingað til lands snemma í janúar. Hann hefur verið á flótta í tæp tvö ár. Hann er með löglegt vegabréf og þarf því ekki að fara í aldursgreiningu, hann er sautján ára. Þegar Jakob hittir blaðamann er hann enn í vist í móttökustöð hælisleitenda í Bæjarhrauni með fullorðnu fólki. Honum er sagt að hann geti ekki fengið að stunda skóla þar sem skráningu í skóla þessa önnina sé lokið í framhaldsskóla. Barnaverndarstofa lýsti því yfir að hún vildi leysa málefni fylgdarlausra barna með þeim hætti að koma þeim í fóstur hjá íslenskum fjölskyldum. Jakob hefur ekki heyrt um þau úrræði. Hann er á leiðinni á unglingaheimili í Breiðholti, Hraunberg. Það sem Jakob hræðist mest er að verða fluttur aftur til heimalands síns. Fjölskyldan þurfti að slíta tengsl við hann og senda í öruggt skjól. Hann er einn sex systkina. Sum þeirra eru í felum í heimalandinu. Aðeins yngsta systir hans býr enn hjá foreldrum hans. Ástæðan er sú að honum stendur ógn af því að vera með fjölskyldu sinni. Fjölskyldulíf Jakobs er í lamasessi. Jakob segir frá því að faðir hans hafi lent í heiftúðlegum útistöðum við annan mann. Útistöðurnar hafi leitt til gegndarlauss ofbeldis og hefndarverka. Svokallaðrar blóðhefndar. Ofbeldið beindist að karlmönnum í fjölskyldu Jakobs. Hann var stunginn í bakið aðeins þrettán ára gamall. Stungan fór djúpt í bakið, nærri því inn að mænu. Hann er með ljótt ör. Ofbeldið varð honum mikið áfall og læknir hans sagði honum að hann væri heppinn að hafa ekki lamast eða jafnvel látið lífið. Eftir að sár hans greru fór hann í felur. Hann fékk skjól í kirkju fyrir milligöngu fjölskyldunnar. Kaþólskur prestur skaut yfir hann skjólshúsi. Jakob fékk að dvelja í kirkjunni ásamt um það bil tuttugu öðrum börnum og unglingum. Hann endurgalt skjólið og fæðið með því að aðstoða í hjálparstarfi kirkjunnar. Presturinn sá til þess að hann færi í skóla og Jakob gekk vel í náminu. Jakob fékk að vera í kirkjunni þar til í septembermánuði á síðasta ári. Þá var presturinn fluttur til Ítalíu. Þegar presturinn flutti var úrræðinu fyrir börnin lokað. Jakob ákvað að elta prestinn til Ítalíu. Jakob fékk að dvelja hjá honum í þrjá mánuði. Aðstæður hans voru ekki jafn góðar og í kaþólsku kirkjunni í Albaníu og presturinn og foreldrar hans leituðu að tryggum stað fyrir Jakob. Eftir að hafa rætt málin við aðra presta og leitað heimilda á netinu sagði presturinn við Jakob að á Íslandi væri hugsað vel um þarfir barna, menntunarstig þjóðarinnar væri hátt, hún væri friðsöm. Presturinn greiddi flugfarið. Jakob flaug frá Ítalíu til Noregs. Nú er hann kominn til landsins, með meðmælabréf frá prestinum og bíður svara frá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira