John Boehner vill sjá Paul Ryan sem frambjóðenda Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 15:52 Paul Ryan tók við embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af John Boehner í lok síðasta árs. Vísir/AFP Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira