Körfubolti

Curry heldur áfram að fara á kostum | Spurs tók OKC

Stefán Árni Pálsson skrifar
Curry skoraði 35 stig í nótt.
Curry skoraði 35 stig í nótt. vísir/getty
Leikmenn Golden State Warriors halda ótröðum áfram í áttina að meti Chicago Bulls en liðið vann sinn 48. heimaleik í röð í NBA-deildinni þegar það mætti Phoenix Suns en leikurinn fór 123-116.

Stephen Curry fór að vana á kostum og skoraði 35 stig en Brandon Knight var atkvæðamestur í liði Suns með 30 stig.

Portland Trail Blazer bar sigur úr býtum gegn Orlando Magic, 121-84, og var sá leikur aldrei spennandi. Leikmenn Portland dreifðu stigaskorinu vel á milli sín og hafði liðið einfaldlega mun meiri breidd en leikmenn Orlando.

Þá vann San Antonio Spurs frábæran sigur á Oklahoma Thunder, 93-85, og eru fá lið sem halda OKC í 85 stigum. Frábær varnarleikur skilaði Spurs því fínum sigri. Kawhi Leonard skoraði 26 stig fyrir Spurs og tók sjö fráköst. Kevin Durant var með 28 stig fyrir OKC og gaf átta stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-92

San Antonio Spurs – Oklahoma Thunders 93-85

Denver Nuggets - Washington Wizards 116-100

Golden State Warriors – Phoenix Suns 123-116

Portland Trail Blazers - Orlando Magic 121-84

Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-112

Charlotte Hornets – Houston Rockets 125-109

Philadelphia 76ers – Detroit Pistons 111-125

Toronto Raptors – Miami Heat 112-104

Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 95-83

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×