Popúlismi aðalvandi stjórnmálanna Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 11. mars 2016 07:00 Við vorum að afgreiða frá okkur frumvarp um fullnustu refsinga. Við erum með breytingatillögur sem í megindráttum ganga út á að við viljum auka úrræði sem kallast samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit. Við erum að leggja til að ráðherra stofni starfshóp sem móti tillögur að frekari breytingum á löggjöfinni þannig að við notum rafrænt eftirlit í meiri mæli,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Hvernig ákveðið þið hver getur fengið að fara í rafrænt eftirlit? „Lögin verða alltaf að gefa rammann. T.d hvaða brotaflokkar og hvers konar brot það eru þar sem menn geta uppfyllt skilyrði til að afplána með þessum hætti. En það verður aldrei hjá því komist í fangelsiskerfinu að teknar séu matskenndar ákvarðanir, því miður.“Myndir þú vilja ganga jafn langt í þessum efnum og til að mynda Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem segir hreinlega, ef þú ert ekki hættulegur öðru fólki þá átt þú ekki að sitja í fangelsi? „Já, í ákveðnum brotaflokkum er það einfaldlega þannig. Svo ekki sé minnst á að menn eru að bíða alltof lengi eftir að fá að sitja af sér. Kerfið okkar er dýrt og hægvirkt. Það vantar fjármagn. Allir eiga skilið annað tækifæri og út á það gengur kerfið. Við eigum að líta á það sem okkar aðalmarkmið að það komi betri einstaklingar út eftir að hafa afplánað refsingu. Og hluti af því að það gerist er hvernig menn sitja af sér.“ Hún segir samfélagsþjónustu hafa gefið góða raun og það sé skoðun nefndarmanna að hana eigi að nota í auknum mæli. „Við viljum að það sé skoðað hvort gefa eigi dómurum þá heimild að dæma samfélagsþjónustu þannig að það sé ekki bara Fangelsismálastofnun sem fari með matskennda ákvörðun um það hverjir eigi að fara inn í það úrræði.“ „Rannsóknir hafa sýnt að þótt þú þyngir refsingar þá skilar það ekki þeim árangri að menn hætti að brjóta af sér. Það er meira hvernig haldið er utan um einstaklinginn meðan hann er að afplána. Það er refsing að vera í samfélagsþjónustu. Það er líka refsing að vera í rafrænu eftirliti. Þetta er frelsissvipting.“ Sex ára í kosningabaráttuUnnur hefur vakið talsverða athygli fyrir vasklega framgöngu á þinginu. Hún er alin upp á bóndabænum Búðarhóli í Austur-Landeyjum, yngst níu systkina. „Fyrsta kosningabaráttan sem ég man eftir var 1980 þegar Vigdís bauð sig fram til forseta.“ Unnur var þá sex ára gömul og mikið í mun að móðir hennar myndi kjósa Vigdísi til forseta sem var þvert á skoðun föður hennar. „Ég er afskaplega stolt yfir að hafa tekið þátt í þessari baráttu. Á þessum tíma var lítið annað að gerast í sjónvarpinu en fréttir og eldhúsdagsumræður sem ég horfði alltaf á með pabba. Mig dreymdi um að fá að halda ræðu á eldhúsdegi. Ég hef fengið að gera það tvisvar og hef sagt við vini mína að ég sé búin að ná öllum mínum markmiðum í stjórnmálum og geti þess vegna bara hætt,“ segir hún hlæjandi. Eftir að hafa útskrifast frá Menntaskólanum á Laugarvatni lá leiðin í Háskóla Íslands í lögfræði. Þar hófust afskipti hennar af stjórnmálum, í Vöku. Hún segir það ekki alltaf hafa legið beinast við að fara í stjórnmál. „Ég man ekki eftir því en vinir mínir segja að það hafi legið fyrir frá því við vorum í gagnfræðaskóla. Ég var alltaf að spá í því hvað við ættum að fá og hvernig kennarar ættu að koma fram,“ segir hún kímin og viðurkennir að vera dálítið stjórnsöm. „Kennarinn minn sagði um mig að ég væri að stjórna bekknum. Ég veit ég á það til að vera svolítið stjórnsöm. Það eru kostir og gallar við það. Maður verður svolítið frekur, kannski er það af því að ég er yngst og maður þurfti að láta heyra í sér svo einhver myndi hlusta,“ segir Unnur og hlær. Útskrifuð úr lagadeild lá leiðin til Ísafjarðar þar sem hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns auk þess sem hún sinnti formennsku fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ. „Ísfirðingum fannst ágætt að fá utanaðkomandi. Það höfðu þá verið talsverðar innanflokksværingar í kjölfar prófkjörs. Þetta var mikið traust sem mér var sýnt.“ Ekkert púkkað upp á hinaHún segir aldrei annan flokk en Sjálfstæðisflokk hafa komið til greina. Þar spili uppeldið inn í. „Pabbi var sjálfstæðismaður. Það var talað mikið um pólitík. Mágur minn var framsóknarmaður. Það voru miklar umræður og horft á kosningasjónvarp og rifist um pólitík heima. Þá varð ég alveg sannfærð um að ég væri ekki framsóknarmaður. Á þessum tíma fyrir austan fjall var nefnilega ekki til annað en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Í Rangárvallasýslu versluðu sjálfstæðismenn á Hellu og framsóknarmenn á Hvolsvelli. Við keyrðum alltaf í gegnum Hvolsvöll yfir á Hellu til þess að versla. Maður hafði eiginlega ekki komið inn í kaupfélagið á Hvolsvelli fyrr en maður var orðinn unglingur,“ segir Unnur og skellir upp úr. „Svona var samfélagið sem maður ólst upp í. Þú sýndir með fótunum hvern þú studdir og varst ekkert að púkka upp á hina. Þetta er auðvitað tími sem er liðinn, sem betur fer.“Stundum hefur verið talað um að konur eigi erfitt uppdráttar innan flokksins. Hefur þú upplifað það? „Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert fullkominn. Þar hefur verið erfitt fyrir konur að hasla sér völl, það er ekki hægt að neita því. Ég hins vegar kem úr Suðurkjördæmi og fyrir síðustu alþingiskosningar voru konur í tveimur efstu sætunum. Ragnheiður Elín í efsta sæti og ég í öðru. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í sögu flokksins sem þetta er staðan á framboðslista til alþingiskosninga. Sýnir að við erum búin að ná árangri. Við gerðum þetta í prófkjöri, á eigin verðleikum. Ég vil trúa að þetta sé hægt en það tekur afskaplega langan tíma. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé sjónarmið sem maður eigi að hafa í kollinum alla daga. Ég á stelpu og strák og vil að þau hafi jöfn tækifæri. Ég vil að dóttir mín geti orðið hæstaréttardómari ef hún vill það.“ Stefnan þarf að birtast í verkumUnga fólkið er að hverfa frá flokknum. Unnur Brá vill að flokkurinn horfist í augu við það. „Við þurfum að taka skilaboðin sem við erum að fá í skoðanakönnunum alvarlega. Sérstaklega hvað varðar unga fólkið. Það segist kjósa aðra flokka. Það er stórt vandamál fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft mikinn hljómgrunn meðal ungs fólks. Ég tel að hugmyndafræðin eigi sóknarfæri í þann hóp vegna þess að ungt fólk í stórum stíl hefur trú á frelsi, það vill lítil ríkisafskipti og vill fá að ákveða hlutina sjálft.“ Hún segir vandann hugsanlega þann að ungt fólk sjái þessa hugmyndafræði ekki birtast í verkum flokksins. „Þegar maður er að vinna þingstörf gerist það að maður fer á kaf í verkefnið og gleymir að hugsa um prinsippið. Það gengur ekki að láta stjórnast af popúlisma.“ Allt til að komast í fréttirUnnur segir popúlisma raunar einkenna stjórnmálin þar sem stjórnmálamenn reyni allt til að fanga athygli sjónvarpsmyndavéla. „Ég myndi segja að popúlismi væri aðalvandamál stjórnmálanna í dag. Það er bara svo einfalt að komast í sjónvarp. Ef þú ert niðri á þingi og tekur orðið í þeim dagskrárlið sem er störf þingsins þá veistu að sjónvarpið er þar. Og þú veist að ef þú segir eitthvað nógu krassandi kemstu í kvöldfréttirnar. Það er ríkt í stjórnmálamönnum að vilja athygli, stjórnmálamenn eru egóistar og ég er það líka. Maður þarf að reyna að hemja þann hluta af sér,“ segir Unnur og hlær. „Maður er í þessu til að breyta samfélaginu til hins betra en hinn púkinn er alltaf þarna. Stundum tekur hann stjórnina af þingmönnum. Það er afskaplega freistandi að komast í sjónvarpið og þá er það oft út af einhverjum eða út af setningum sem eru ekkert byggðar á þekkingu eða upplýsingum. Það er hættulegt. Svo er erfitt að snúa til baka þegar þú ert búinn að segja eitthvað svoleiðis.“Sérstaklega sé þetta áberandi í umræðu um flóttafólk. Finnst þér við þurfa gera betur í flóttamannamálum? „Já, og við erum að gera betur. Þegar Hanna Birna var innanríkisráðherra bjó hún til þverpólitíska nefnd sem fjallaði um útlendingamál. Það er vinna sem á sér enga hliðstæðu í undirbúningi löggjafar á Íslandi. Það að við ákveðum að setjast öll niður með svona erfitt verkefni sem getur svo auðveldlega sprungið í höndunum á okkur. Það er svo auðvelt að ákveða að vera ósammala.“ Frumvarpið er framförHelgi Hrafn Gunnarsson telur gríðarlega afturför að taka burt rétt umsækjanda til að koma fram fyrir kærunefndina. Er eitthvað til í þessum orðum Helga? „Það er ekki þannig að fólk fari inn í kerfið án þess að nokkur hitti það. Það er ekki stefnan og væri ekki góð stjórnsýsla. Þetta frumvarp er framför. Það er engum til góðs að bíða lengi eftir niðurstöðu. Við erum búin að laga málsmeðferðina mikið. Útlendingastofnun hefur verið að straumlínulaga sitt kerfi og hefur gengið vel á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir mikla fjölgun umsókna. Við höfum sett meira fjármagn í málaflokkinn. Svo þurfum við að halda fólki í starfi þannig að það geti aflað sér þekkingar og tekið utan um málin – afgreitt þau af meiri festu og ákveðni. Þegar álagið var sem mest var starfsfólk að gefast upp.“Fyrir okkur sem fyrir utan stöndum virðast dvalarleyfi stundum geðþóttaákvarðanir, t.d. geti það haft úrslitaáhrif ef málin komast í fjölmiðla? „Ég trúi því að það sé ekki þannig. Við heyrum ekki af öllum málum í fjölmiðlum. Við erum ekki með öll gögn þegar verið er að fjalla um mál í fjölmiðlum, eðlilega ekki, þar sem um er að ræða persónuupplýsingar. Þannig að löggjafinn á að tryggja að lagaramminn sé skýr. Það sé skýrt hvaða kröfur sé verið að gera og það sé hægt að vinna þannig eftir þeim að það taki ekki áraraðir að fá úrlausn sinna mála.“ Að slást við félaga og viniUnnur Brá segir erfitt að eiga góða vini í pólitík. „Ég á vini og kunningja í þinginu, en svo kemur að því að þú þarft að fara í prófkjör. Þá ertu að slást við félaga þína og samstarfsmenn. Einlægir vinir þínir eru ekkert endilega í þínum flokki. Ég á vini á ýmsum sviðum í þinginu og marga kunningja. Vináttan ristir kannski ekki alltaf mjög djúpt því það getur komið að því að þú þarft að vera á móti viðkomandi eða hreinlega hjóla í hann í prófkjöri.“Er fólk með allar klær úti í prófkjörum? „Nei, þú velur hvernig þú kemur fram. Ég hef ekki lent í leðjuslag í prófkjörum. Ég hef fundið að fólk hefur upplifað að ég hjóli í það. Þegar maður er að bjóða sig fram t.d. í sama sæti og einhver sem maður þekkir vel. Það er sárt og það er gríðarlega sárt örugglega að tapa í prófkjöri. Það gæti hent hvern sem er.“Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, og Unnur Brá hafa ekki alltaf verið sammála. Opinberlega hafa þau skipst á skoðunum um Icesave og viðskiptaþvinganir Rússa, svo dæmi séu tekin. Hvernig er samband þitt við Bjarna? „Það er ágætt. Það var kannski mest í Icesave sem ég var ekki að gera það sem ég var beðin um að gera. En ef þú hefur sannfæringu fyrir því að eitthvert ákveðið atriði sé rétt þá er allt í lagi að vera ósammála. Þeir eru ekki óvinir mínir fyrir því. Ég verð bara þola það.“ Unnur brosir.Ekki gert það sem þér var sagt að gera? „Það er ætlast til af manni að maður fylgi ákveðinni línu í ýmsum málum. Ég gerði það ekki í síðustu Icesave-atkvæðagreiðslu. Við erum þarna á ákveðnum sameiginlegum forsendum sem er grunnstefna flokksins. Við ræðum málin inni í þingflokknum. Þar gerir maður grein fyrir afstöðu sinni. Maður hleypur ekki í fjölmiðla og hraunar yfir ráðherra sinn. Það er bara almenn kurteisi að gera það ekki.“Fannst þér gengið fram hjá þér þegar Bjarni leitaði út fyrir þingflokkinn og fékk Ólöfu Nordal til að vera innanríkisráðherra? „Já. Ég get ekki neitað því. Á móti kemur að Ólöf er frábær ráðherra og stendur sig vel. Við vinnum náið saman.“ Jafnrétti gengur í báðar áttirUnnur hefur lagt fram frumvarp um að lagt verði niður svokallað húsmæðraorlof. „Jafnrétti er afskaplega mikilvægt. En það verður þá að ganga í báðar áttir. Það gengur ekki að konur eigi að fá aukin réttindi, við verðum líka að vera tilbúnar að gefa eftir þar sem við höfum notið forréttinda. Lögin um húsmæðraorlof eru eitt dæmi. Sögulega kom þetta til því að konur voru heimavinnandi og nutu ekki réttinda til að fara í orlof. Nú eru tímarnir breyttir, konur eru á vinnumarkaði og hafa sömu réttindi og karlmenn. Þá er tímaskekkja að það sé til fyrirkomulag eins og húsmæðraorlof Mér finnst það einfaldlega rangt.“En meðan hallar enn á konur, er þá ekki allt í lagi að við njótum einhverra forréttinda? „Nei. Við verðum að ganga á undan með góðu fordæmi. Þetta eru ekki háar fjárhæðir. Þetta er prinsippmál. Ætlum við að hafa jafnrétti? Þá verður það að ganga í báðar áttir. Það er bara þannig.“ Forsjármál séu annað dæmi þar sem konur hafi meiri réttindi en karlar. „Við verðum að sjá að það séu hagsmunir barna að bæði kynin komi að uppeldi barna. Við verðum að vera tilbúin að gefa eftir á þessu sviði. Það er erfitt, við vitum það.“Hvað með kynjakvóta? Það er ömurlegt að þurfa að fara þessa leið, hallærislegt og leiðinlegt, en stundum nauðsynlegt.“ Klippingin stuðaðiUnnur segir það hafa hamlað sér að vissu leyti vera kona í stjórnmálum og nefnir dæmi. „Maður ákveður að láta það ekki á sig fá og halda áfram. T.d. þegar ég klippti á mér hárið, þá fór ég og hélt ræðu í þinginu. Ég er sem sagt með svona rakað í hliðunum. Ég hélt frábæra ræðu og á eftir hringdi og hringdi síminn. Þá var verið að kvarta yfir klippingunni, en ekkert verið að ræða það sem ég hafði verið að segja. Fólki, eldri sjálfstæðismönnum, fannst þetta ekki konservatívt – að vera ekki eins og Margaret Thatcher í útliti,“ segir hún og bætir við: „Ég vil hafa frelsi til að vera eins og ég vil.“Þú ert óhrædd við að prófa nýja hluti? „Það er svo leiðinlegt að vera alltaf í kassa. Ég var þannig í minni pólitík, meira að hugsa um minn frama og vera inni í kassanum. Það er leiðinlegt. Þú ferð að tala eins og aðrir vilja, og ert líklegri til að fá að vera inn í aðalklíkunni, fá embætti, en þá ertu ekki þú sjálfur og þá líður þér ekkert vel. Ef maður segir það sem manni finnst og heldur sig við prinsippin þá eru manni allir vegir færir. Það besta er að fólk er stundum smá hrætt við mann.“ Unnur hlær. Hún segist ekki geta hugsað sér að vera í stjórnmálum alla ævi. „Á þessu ári er ég búin að vera atvinnustjórnmálamaður í tíu ár og mér finnst það svakalega langur tími. En ég mun bjóða mig fram fyrir næstu kosningar. Svo sjáum við til. Það er hvorki hollt fyrir þig né kjósendur að sitja alla ævi.“ Flóttamenn Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Við vorum að afgreiða frá okkur frumvarp um fullnustu refsinga. Við erum með breytingatillögur sem í megindráttum ganga út á að við viljum auka úrræði sem kallast samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit. Við erum að leggja til að ráðherra stofni starfshóp sem móti tillögur að frekari breytingum á löggjöfinni þannig að við notum rafrænt eftirlit í meiri mæli,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Hvernig ákveðið þið hver getur fengið að fara í rafrænt eftirlit? „Lögin verða alltaf að gefa rammann. T.d hvaða brotaflokkar og hvers konar brot það eru þar sem menn geta uppfyllt skilyrði til að afplána með þessum hætti. En það verður aldrei hjá því komist í fangelsiskerfinu að teknar séu matskenndar ákvarðanir, því miður.“Myndir þú vilja ganga jafn langt í þessum efnum og til að mynda Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem segir hreinlega, ef þú ert ekki hættulegur öðru fólki þá átt þú ekki að sitja í fangelsi? „Já, í ákveðnum brotaflokkum er það einfaldlega þannig. Svo ekki sé minnst á að menn eru að bíða alltof lengi eftir að fá að sitja af sér. Kerfið okkar er dýrt og hægvirkt. Það vantar fjármagn. Allir eiga skilið annað tækifæri og út á það gengur kerfið. Við eigum að líta á það sem okkar aðalmarkmið að það komi betri einstaklingar út eftir að hafa afplánað refsingu. Og hluti af því að það gerist er hvernig menn sitja af sér.“ Hún segir samfélagsþjónustu hafa gefið góða raun og það sé skoðun nefndarmanna að hana eigi að nota í auknum mæli. „Við viljum að það sé skoðað hvort gefa eigi dómurum þá heimild að dæma samfélagsþjónustu þannig að það sé ekki bara Fangelsismálastofnun sem fari með matskennda ákvörðun um það hverjir eigi að fara inn í það úrræði.“ „Rannsóknir hafa sýnt að þótt þú þyngir refsingar þá skilar það ekki þeim árangri að menn hætti að brjóta af sér. Það er meira hvernig haldið er utan um einstaklinginn meðan hann er að afplána. Það er refsing að vera í samfélagsþjónustu. Það er líka refsing að vera í rafrænu eftirliti. Þetta er frelsissvipting.“ Sex ára í kosningabaráttuUnnur hefur vakið talsverða athygli fyrir vasklega framgöngu á þinginu. Hún er alin upp á bóndabænum Búðarhóli í Austur-Landeyjum, yngst níu systkina. „Fyrsta kosningabaráttan sem ég man eftir var 1980 þegar Vigdís bauð sig fram til forseta.“ Unnur var þá sex ára gömul og mikið í mun að móðir hennar myndi kjósa Vigdísi til forseta sem var þvert á skoðun föður hennar. „Ég er afskaplega stolt yfir að hafa tekið þátt í þessari baráttu. Á þessum tíma var lítið annað að gerast í sjónvarpinu en fréttir og eldhúsdagsumræður sem ég horfði alltaf á með pabba. Mig dreymdi um að fá að halda ræðu á eldhúsdegi. Ég hef fengið að gera það tvisvar og hef sagt við vini mína að ég sé búin að ná öllum mínum markmiðum í stjórnmálum og geti þess vegna bara hætt,“ segir hún hlæjandi. Eftir að hafa útskrifast frá Menntaskólanum á Laugarvatni lá leiðin í Háskóla Íslands í lögfræði. Þar hófust afskipti hennar af stjórnmálum, í Vöku. Hún segir það ekki alltaf hafa legið beinast við að fara í stjórnmál. „Ég man ekki eftir því en vinir mínir segja að það hafi legið fyrir frá því við vorum í gagnfræðaskóla. Ég var alltaf að spá í því hvað við ættum að fá og hvernig kennarar ættu að koma fram,“ segir hún kímin og viðurkennir að vera dálítið stjórnsöm. „Kennarinn minn sagði um mig að ég væri að stjórna bekknum. Ég veit ég á það til að vera svolítið stjórnsöm. Það eru kostir og gallar við það. Maður verður svolítið frekur, kannski er það af því að ég er yngst og maður þurfti að láta heyra í sér svo einhver myndi hlusta,“ segir Unnur og hlær. Útskrifuð úr lagadeild lá leiðin til Ísafjarðar þar sem hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns auk þess sem hún sinnti formennsku fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ. „Ísfirðingum fannst ágætt að fá utanaðkomandi. Það höfðu þá verið talsverðar innanflokksværingar í kjölfar prófkjörs. Þetta var mikið traust sem mér var sýnt.“ Ekkert púkkað upp á hinaHún segir aldrei annan flokk en Sjálfstæðisflokk hafa komið til greina. Þar spili uppeldið inn í. „Pabbi var sjálfstæðismaður. Það var talað mikið um pólitík. Mágur minn var framsóknarmaður. Það voru miklar umræður og horft á kosningasjónvarp og rifist um pólitík heima. Þá varð ég alveg sannfærð um að ég væri ekki framsóknarmaður. Á þessum tíma fyrir austan fjall var nefnilega ekki til annað en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Í Rangárvallasýslu versluðu sjálfstæðismenn á Hellu og framsóknarmenn á Hvolsvelli. Við keyrðum alltaf í gegnum Hvolsvöll yfir á Hellu til þess að versla. Maður hafði eiginlega ekki komið inn í kaupfélagið á Hvolsvelli fyrr en maður var orðinn unglingur,“ segir Unnur og skellir upp úr. „Svona var samfélagið sem maður ólst upp í. Þú sýndir með fótunum hvern þú studdir og varst ekkert að púkka upp á hina. Þetta er auðvitað tími sem er liðinn, sem betur fer.“Stundum hefur verið talað um að konur eigi erfitt uppdráttar innan flokksins. Hefur þú upplifað það? „Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert fullkominn. Þar hefur verið erfitt fyrir konur að hasla sér völl, það er ekki hægt að neita því. Ég hins vegar kem úr Suðurkjördæmi og fyrir síðustu alþingiskosningar voru konur í tveimur efstu sætunum. Ragnheiður Elín í efsta sæti og ég í öðru. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í sögu flokksins sem þetta er staðan á framboðslista til alþingiskosninga. Sýnir að við erum búin að ná árangri. Við gerðum þetta í prófkjöri, á eigin verðleikum. Ég vil trúa að þetta sé hægt en það tekur afskaplega langan tíma. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé sjónarmið sem maður eigi að hafa í kollinum alla daga. Ég á stelpu og strák og vil að þau hafi jöfn tækifæri. Ég vil að dóttir mín geti orðið hæstaréttardómari ef hún vill það.“ Stefnan þarf að birtast í verkumUnga fólkið er að hverfa frá flokknum. Unnur Brá vill að flokkurinn horfist í augu við það. „Við þurfum að taka skilaboðin sem við erum að fá í skoðanakönnunum alvarlega. Sérstaklega hvað varðar unga fólkið. Það segist kjósa aðra flokka. Það er stórt vandamál fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft mikinn hljómgrunn meðal ungs fólks. Ég tel að hugmyndafræðin eigi sóknarfæri í þann hóp vegna þess að ungt fólk í stórum stíl hefur trú á frelsi, það vill lítil ríkisafskipti og vill fá að ákveða hlutina sjálft.“ Hún segir vandann hugsanlega þann að ungt fólk sjái þessa hugmyndafræði ekki birtast í verkum flokksins. „Þegar maður er að vinna þingstörf gerist það að maður fer á kaf í verkefnið og gleymir að hugsa um prinsippið. Það gengur ekki að láta stjórnast af popúlisma.“ Allt til að komast í fréttirUnnur segir popúlisma raunar einkenna stjórnmálin þar sem stjórnmálamenn reyni allt til að fanga athygli sjónvarpsmyndavéla. „Ég myndi segja að popúlismi væri aðalvandamál stjórnmálanna í dag. Það er bara svo einfalt að komast í sjónvarp. Ef þú ert niðri á þingi og tekur orðið í þeim dagskrárlið sem er störf þingsins þá veistu að sjónvarpið er þar. Og þú veist að ef þú segir eitthvað nógu krassandi kemstu í kvöldfréttirnar. Það er ríkt í stjórnmálamönnum að vilja athygli, stjórnmálamenn eru egóistar og ég er það líka. Maður þarf að reyna að hemja þann hluta af sér,“ segir Unnur og hlær. „Maður er í þessu til að breyta samfélaginu til hins betra en hinn púkinn er alltaf þarna. Stundum tekur hann stjórnina af þingmönnum. Það er afskaplega freistandi að komast í sjónvarpið og þá er það oft út af einhverjum eða út af setningum sem eru ekkert byggðar á þekkingu eða upplýsingum. Það er hættulegt. Svo er erfitt að snúa til baka þegar þú ert búinn að segja eitthvað svoleiðis.“Sérstaklega sé þetta áberandi í umræðu um flóttafólk. Finnst þér við þurfa gera betur í flóttamannamálum? „Já, og við erum að gera betur. Þegar Hanna Birna var innanríkisráðherra bjó hún til þverpólitíska nefnd sem fjallaði um útlendingamál. Það er vinna sem á sér enga hliðstæðu í undirbúningi löggjafar á Íslandi. Það að við ákveðum að setjast öll niður með svona erfitt verkefni sem getur svo auðveldlega sprungið í höndunum á okkur. Það er svo auðvelt að ákveða að vera ósammala.“ Frumvarpið er framförHelgi Hrafn Gunnarsson telur gríðarlega afturför að taka burt rétt umsækjanda til að koma fram fyrir kærunefndina. Er eitthvað til í þessum orðum Helga? „Það er ekki þannig að fólk fari inn í kerfið án þess að nokkur hitti það. Það er ekki stefnan og væri ekki góð stjórnsýsla. Þetta frumvarp er framför. Það er engum til góðs að bíða lengi eftir niðurstöðu. Við erum búin að laga málsmeðferðina mikið. Útlendingastofnun hefur verið að straumlínulaga sitt kerfi og hefur gengið vel á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir mikla fjölgun umsókna. Við höfum sett meira fjármagn í málaflokkinn. Svo þurfum við að halda fólki í starfi þannig að það geti aflað sér þekkingar og tekið utan um málin – afgreitt þau af meiri festu og ákveðni. Þegar álagið var sem mest var starfsfólk að gefast upp.“Fyrir okkur sem fyrir utan stöndum virðast dvalarleyfi stundum geðþóttaákvarðanir, t.d. geti það haft úrslitaáhrif ef málin komast í fjölmiðla? „Ég trúi því að það sé ekki þannig. Við heyrum ekki af öllum málum í fjölmiðlum. Við erum ekki með öll gögn þegar verið er að fjalla um mál í fjölmiðlum, eðlilega ekki, þar sem um er að ræða persónuupplýsingar. Þannig að löggjafinn á að tryggja að lagaramminn sé skýr. Það sé skýrt hvaða kröfur sé verið að gera og það sé hægt að vinna þannig eftir þeim að það taki ekki áraraðir að fá úrlausn sinna mála.“ Að slást við félaga og viniUnnur Brá segir erfitt að eiga góða vini í pólitík. „Ég á vini og kunningja í þinginu, en svo kemur að því að þú þarft að fara í prófkjör. Þá ertu að slást við félaga þína og samstarfsmenn. Einlægir vinir þínir eru ekkert endilega í þínum flokki. Ég á vini á ýmsum sviðum í þinginu og marga kunningja. Vináttan ristir kannski ekki alltaf mjög djúpt því það getur komið að því að þú þarft að vera á móti viðkomandi eða hreinlega hjóla í hann í prófkjöri.“Er fólk með allar klær úti í prófkjörum? „Nei, þú velur hvernig þú kemur fram. Ég hef ekki lent í leðjuslag í prófkjörum. Ég hef fundið að fólk hefur upplifað að ég hjóli í það. Þegar maður er að bjóða sig fram t.d. í sama sæti og einhver sem maður þekkir vel. Það er sárt og það er gríðarlega sárt örugglega að tapa í prófkjöri. Það gæti hent hvern sem er.“Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, og Unnur Brá hafa ekki alltaf verið sammála. Opinberlega hafa þau skipst á skoðunum um Icesave og viðskiptaþvinganir Rússa, svo dæmi séu tekin. Hvernig er samband þitt við Bjarna? „Það er ágætt. Það var kannski mest í Icesave sem ég var ekki að gera það sem ég var beðin um að gera. En ef þú hefur sannfæringu fyrir því að eitthvert ákveðið atriði sé rétt þá er allt í lagi að vera ósammála. Þeir eru ekki óvinir mínir fyrir því. Ég verð bara þola það.“ Unnur brosir.Ekki gert það sem þér var sagt að gera? „Það er ætlast til af manni að maður fylgi ákveðinni línu í ýmsum málum. Ég gerði það ekki í síðustu Icesave-atkvæðagreiðslu. Við erum þarna á ákveðnum sameiginlegum forsendum sem er grunnstefna flokksins. Við ræðum málin inni í þingflokknum. Þar gerir maður grein fyrir afstöðu sinni. Maður hleypur ekki í fjölmiðla og hraunar yfir ráðherra sinn. Það er bara almenn kurteisi að gera það ekki.“Fannst þér gengið fram hjá þér þegar Bjarni leitaði út fyrir þingflokkinn og fékk Ólöfu Nordal til að vera innanríkisráðherra? „Já. Ég get ekki neitað því. Á móti kemur að Ólöf er frábær ráðherra og stendur sig vel. Við vinnum náið saman.“ Jafnrétti gengur í báðar áttirUnnur hefur lagt fram frumvarp um að lagt verði niður svokallað húsmæðraorlof. „Jafnrétti er afskaplega mikilvægt. En það verður þá að ganga í báðar áttir. Það gengur ekki að konur eigi að fá aukin réttindi, við verðum líka að vera tilbúnar að gefa eftir þar sem við höfum notið forréttinda. Lögin um húsmæðraorlof eru eitt dæmi. Sögulega kom þetta til því að konur voru heimavinnandi og nutu ekki réttinda til að fara í orlof. Nú eru tímarnir breyttir, konur eru á vinnumarkaði og hafa sömu réttindi og karlmenn. Þá er tímaskekkja að það sé til fyrirkomulag eins og húsmæðraorlof Mér finnst það einfaldlega rangt.“En meðan hallar enn á konur, er þá ekki allt í lagi að við njótum einhverra forréttinda? „Nei. Við verðum að ganga á undan með góðu fordæmi. Þetta eru ekki háar fjárhæðir. Þetta er prinsippmál. Ætlum við að hafa jafnrétti? Þá verður það að ganga í báðar áttir. Það er bara þannig.“ Forsjármál séu annað dæmi þar sem konur hafi meiri réttindi en karlar. „Við verðum að sjá að það séu hagsmunir barna að bæði kynin komi að uppeldi barna. Við verðum að vera tilbúin að gefa eftir á þessu sviði. Það er erfitt, við vitum það.“Hvað með kynjakvóta? Það er ömurlegt að þurfa að fara þessa leið, hallærislegt og leiðinlegt, en stundum nauðsynlegt.“ Klippingin stuðaðiUnnur segir það hafa hamlað sér að vissu leyti vera kona í stjórnmálum og nefnir dæmi. „Maður ákveður að láta það ekki á sig fá og halda áfram. T.d. þegar ég klippti á mér hárið, þá fór ég og hélt ræðu í þinginu. Ég er sem sagt með svona rakað í hliðunum. Ég hélt frábæra ræðu og á eftir hringdi og hringdi síminn. Þá var verið að kvarta yfir klippingunni, en ekkert verið að ræða það sem ég hafði verið að segja. Fólki, eldri sjálfstæðismönnum, fannst þetta ekki konservatívt – að vera ekki eins og Margaret Thatcher í útliti,“ segir hún og bætir við: „Ég vil hafa frelsi til að vera eins og ég vil.“Þú ert óhrædd við að prófa nýja hluti? „Það er svo leiðinlegt að vera alltaf í kassa. Ég var þannig í minni pólitík, meira að hugsa um minn frama og vera inni í kassanum. Það er leiðinlegt. Þú ferð að tala eins og aðrir vilja, og ert líklegri til að fá að vera inn í aðalklíkunni, fá embætti, en þá ertu ekki þú sjálfur og þá líður þér ekkert vel. Ef maður segir það sem manni finnst og heldur sig við prinsippin þá eru manni allir vegir færir. Það besta er að fólk er stundum smá hrætt við mann.“ Unnur hlær. Hún segist ekki geta hugsað sér að vera í stjórnmálum alla ævi. „Á þessu ári er ég búin að vera atvinnustjórnmálamaður í tíu ár og mér finnst það svakalega langur tími. En ég mun bjóða mig fram fyrir næstu kosningar. Svo sjáum við til. Það er hvorki hollt fyrir þig né kjósendur að sitja alla ævi.“
Flóttamenn Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira