Einn kosningastjóra Trump hættir: „Trump hugsar eingöngu um Trump“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 08:30 Donald Trump lætur þetta eflaust ekki á sig fá. vísir/epa Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér. Donald Trump Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér.
Donald Trump Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“