Körfubolti

Enn ein þrennan hjá Westbrook í áttunda sigri Oklahoma í röð | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Westbrook og félagar hafa unnið átta leiki í röð.
Westbrook og félagar hafa unnið átta leiki í röð. vísir/getty
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Russell Westbrook náði sinni 16. þrennu á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 19 stiga sigur, 100-119, á Toronto Raptors á útivelli. Þetta var áttundi sigur Oklahoma í röð.

Westbrook skoraði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar en hann hefur spilað frábærlega að undanförnu. Kevin Durant var einnig hársbreidd því að ná þrennu en hann skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 19 stig en liðið er enn í 2. sæti Austurdeildarinnar.

Los Angeles Clippers bar sigurorð af Boston Celtics, 114-90, á heimavelli.

Alls skoruðu sex leikmenn Clippers 10 stig eða meira í leiknum í nótt. Þjálfarasonurinn Austin Rivers var þeirra stigahæstur með 16 stig. Chris Paul spilaði aðeins 26 mínútur en var samt með 13 stig og 14 stoðsendingar.

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, hvíldi Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Tony Parker gegn Memphis Grizzlies en það kom ekki að sök.

LaMarcus Aldridge tók við keflinu og skoraði 31 stig í 14 stiga sigri San Antonio á útivelli, 87-101.

Úrslitin í nótt:

Toronto 100-119 Oklahoma

LA Clippers 114-90 Boston

Memphis 87-101 San Antonio

Miami 110-99 Brooklyn

Chicago 100-102 Atlanta

Minnesota 121-116 Phoenix

New Orleans 99-91 NY Knicks

Denver 88-97 Dallas

Utah 123-75 LA Lakers

Portland 105-93 Sacramento

Westbrook heldur áfram að koma sér á þrennuvegginn Karl-Anthony Towns með rosalega troðslu Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×