Fótbolti

Stálu EM-gullinu hans á meðan hann var að lýsa leik Íslands og Danmerkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fagna Evrópumeistaratitlinum sínum árið 1992.
Danir fagna Evrópumeistaratitlinum sínum árið 1992. Vísir/Getty
Morten Bruun, fyrrum landsliðsmaður Dana, starfar nú sem sjónvarpsmaður og hann var að störfum á leik Íslands og Danmerkur í gærkvöldi. Óprúttnir náungar virðast hafa nýtt sér það.

Morten Bruun sagði frá því á Twitter í dag að einhver hefði brotist inn á heimili hans á meðan hann var við störfum á leiknum og viðkomandi hafi stolið gullinu sem Bruun vann með danska landsliðinu á EM í Svíþjóð 1992.

„Til þess sem braust inn í húsið mitt á meðan ég var að vinna við leikinn. Væri þú svo vænn að skila 1992 medalíunni minni. Þú þekkir heimilisfangið," skrifað Morten Bruun á Twitter-síðu sína.

Morten Bruun var varamaður í úrslitaleiknum en Danir unnu þá 2-0 sigur á Þjóðverjum með mörkum frá John Jensen og Kim Vilfort.  Bruun fékk reyndar ekkert að spila í eina einustu mínútu á Evrópumótinu en var hluti af leikmannahópnum og fékk gull um hálsinn í mótslok.

Bruun var að vinna fyrir sjónvarpsstöðina Kanal 6 á leiknum í gær en þar unnu Danir sannfærandi 2-1 sigur á Íslandi.

Morten Bruun vann bara þrjú gull á ferlinum, Evrópumeistaratitilinn 1992, deildina með Silkeborg 1994 og danska bikarinn með Silkeborg 2001. Hann spilaði allan ferillinn sinn með Silkeborg IF og spilaði alls 424 leiki fyrir félagið frá 1988 til 2001.




Tengdar fréttir

Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“

„Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning.

Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum

Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar.

Byrjunarlið Íslands gegn Dönum

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×