Dönsku blöðin afar ánægð með sigurinn á Íslandi í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 14:30 Nicolai Jorgensen fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. Vísir/Getty Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00
Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22