Minnast látinna ættingja og vina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2016 12:36 Minnisvarði við Joseph Koenig skólann í Þýskalandi. Sextán nemendur og tveir kennarar létu lífið þegar Germanwings flugvélinni var brotlent í frönsku ölpunum. Vísir/EPA Ár er liðið frá því að 150 manns létu lífið þegar Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, flaug farþegaflugvél viljandi í fjallshlíð. Hundruð fjölskyldumeðlima og vina koma saman á minningarathöfnum í dag. Um sex hundruð ættingjar fórnarlamba Lubitz komu saman í frönsku ölupunum í dag. Flugvélinni var flogið frá Barcelona og var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að Lubitz átti við alvarlegt þunglyndi að stríða og hafði sýnt sjálfmorðstilhneigingu. Atvikið hefur vakið upp spurningar varðandi læknaskoðanir flugmanna og þann trúnað sem er til staðar á milli flugmanna og lækna. Vinnuveitendur Lubitz vissu ekki um vandamál hans, þrátt fyrir að hann hefði farið til lækna minnst tólf sinnum á árunum fyrir atvikið.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti. Eftir árásirnar á tvíburaturnana var öryggi stjórnklefa breytt svo að hægt væri að læsa þeim innan frá. Hægt er að taka hurðina úr lás með því að slá inn lykilorð, en þá hefur sá sem er þar inni um hálfa mínútu til að koma í veg fyrir að hurðin verði opnuð. Hér neðst má sjá þjálfunarmyndband um hvernig hurðirnar virka. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur í kjölfarið mælt með því að flugfélag gangi úr skugga um að aldrei séu færri en tveir inn í stjórnklefum flugvéla.Samkvæmt BBC hafa fjölmörg flugfélög í Evrópu fylgt því eftir. Það að hafa tvo í flugstjórnarklefanum er þó ekki örugg leið til að koma í veg fyrir álíka ódæði. Minnst tvö dæmi eru til um að flugvélum hafi verið brotlent vísvitandi þrátt fyrir að tveir hafi verið í flugstjórnarklefanum. Árið 1994 dóu 44 þegar flugvél var brotlent í Atlas fjöllunum. Sama gerðist í Japan 1982. Þá var flugvél brotlent um hálfum kílómetra frá flugbraut í Tokyo. Flugstjóri flugvélarinnar gerði það viljandi, en aðstoðarflugmaðurinn reyndi að koma í veg fyrir það. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31 Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Ár er liðið frá því að 150 manns létu lífið þegar Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, flaug farþegaflugvél viljandi í fjallshlíð. Hundruð fjölskyldumeðlima og vina koma saman á minningarathöfnum í dag. Um sex hundruð ættingjar fórnarlamba Lubitz komu saman í frönsku ölupunum í dag. Flugvélinni var flogið frá Barcelona og var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að Lubitz átti við alvarlegt þunglyndi að stríða og hafði sýnt sjálfmorðstilhneigingu. Atvikið hefur vakið upp spurningar varðandi læknaskoðanir flugmanna og þann trúnað sem er til staðar á milli flugmanna og lækna. Vinnuveitendur Lubitz vissu ekki um vandamál hans, þrátt fyrir að hann hefði farið til lækna minnst tólf sinnum á árunum fyrir atvikið.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti. Eftir árásirnar á tvíburaturnana var öryggi stjórnklefa breytt svo að hægt væri að læsa þeim innan frá. Hægt er að taka hurðina úr lás með því að slá inn lykilorð, en þá hefur sá sem er þar inni um hálfa mínútu til að koma í veg fyrir að hurðin verði opnuð. Hér neðst má sjá þjálfunarmyndband um hvernig hurðirnar virka. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur í kjölfarið mælt með því að flugfélag gangi úr skugga um að aldrei séu færri en tveir inn í stjórnklefum flugvéla.Samkvæmt BBC hafa fjölmörg flugfélög í Evrópu fylgt því eftir. Það að hafa tvo í flugstjórnarklefanum er þó ekki örugg leið til að koma í veg fyrir álíka ódæði. Minnst tvö dæmi eru til um að flugvélum hafi verið brotlent vísvitandi þrátt fyrir að tveir hafi verið í flugstjórnarklefanum. Árið 1994 dóu 44 þegar flugvél var brotlent í Atlas fjöllunum. Sama gerðist í Japan 1982. Þá var flugvél brotlent um hálfum kílómetra frá flugbraut í Tokyo. Flugstjóri flugvélarinnar gerði það viljandi, en aðstoðarflugmaðurinn reyndi að koma í veg fyrir það.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31 Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37
„Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34
Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44
Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42
Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31
Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49
Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58