Aðskilnaður ríkis og Spaugstofu Ragnar Hansson skrifar 7. apríl 2016 10:10 Hver man ekki eftir því þegar Ríkissjónvarpið rauf loks 20 ára stjórnartíð Spaugstofunnar eftir hávær mótmæli þjóðarinnar: „Ekki okkar Spaugstofa! Vanhæf Spaugstofa!“ Ég man að hafa setið heima eins og einhver bitur faðir fallins forsætisráðherra og tautaði með mér að þessi háværi minnihluti væri „ekki þjóðin“. Ekki það að ég sæti límdur við skjáinn á laugardagskvöldum að fylgjast með þessu ríkisrekna gríni, en ég þóttist þó vita að það væri eftirspurn eftir því. Því hlakkaði í mér þegar Spaugstofan var gripin glóðvolg af einkarekinni sjónvarpsstöð eftir að hafa verið kastað út á hinn opna og frjálsa markað. Ég þóttist vita að það væri áhorfendahópur fyrir þá. Talsvert stór jafnvel. Áhorfendahópur sem átti fullan rétt á sinni Spaugstofu.Svart og hvítt. Og grátt. Og regnbogi. Í störfum mínum í stjórnmálum hef ég oft verið kallaður „vinstri“ maður. Sannleikurinn er samt sá að ég er ekkert meiri vinstri maður en hægri maður. Ég hef nær allan minn starfsferil verið sjálfstætt starfandi, leikstýrt auglýsingum og kynningarmyndum fyrir einkafyrirtæki, auk þess sem ég rek lítinn sjálfstæðan fjölmiðil sem berst í bökkum við að lifa af á hinum frjálsa auglýsingamarkaði. Lífið er ekki svo svart og hvítt að það má setja allt í hreina kassa á borð við hægri og vinstri. En einföldun sem slík er klisja, og ekki af ástæðulausu. Og í þágu þessa pistils langar mig að deila með ykkur minni einföldu og barnalegu sýn á lífið og skilgreiningu á hægri og vinstri. Tilbúin? Ókei: Öll fæðumst við með eitt einfalt forrit í gangi: Að lifa af. Margir tala um að börn séu svo hrein og saklaus, sem er auðvitað algert kjaftæði. Börn eru einhverjar sjálfmiðuðustu skepnur samfélagsins og myndu fórna hvaða almennu siðferðisreglum sem er fyrir það eitt að ná sínu fram. Öll fæðumst við hægrisinnuð. Með aldrinum vex þó í okkur einhver óskiljanleg þörf til að fjölga okkur og þar af leiðandi dreifa þeim sjálfsmiðaða fókus sem við höfum ríghaldið í frá fæðingu yfir á aðra manneskju. Öll þróum við með okkur vinstri tilhneigingu. Áður en við höldum áfram, þá ber rétt að ræða þann mögulega pirring sem er að skapast í höfði þeirra lesenda sem eru að skynja eins og ég sé að lýsa hægri hugsun á neikvæðari máta en vinstri. Engar áhyggjur: Þetta er eru eðlileg viðbrögð. Þetta er bara vinstrisinnuð hugsun að verki. Þó svo að ég haldi því hér fram að vinstri hugsun sé áunnin, þá er ég engan veginn að segja að hún sé á nokkurn hátt „þroskaðri“. Síður en svo þá ber sú sturlaða hugmynd að við ráðum við uppeldi á öðru lífi mun meiri merki um siðblindu en einföld og mörgu leiti skaðlaus eigingirni þeirra sem kjósa að ganga lífsveginn án slíkrar ábyrgðar. Allir sem hafa talið sig tilbúna til að vera foreldrar ættu því að skilja það veruleikafirrta sjálfsöryggi sem þarf til að gegna stjórnunarstöðu í félagsskap, fyrirtæki eða jafnvel landi. Í okkur öllum býr vinstri og hægri manneskja: Ég hef ekki enn hitt þann vinstri mann sem hefur ekki vott af þeirri dýrslegu, Darwinísku og hægrisinnuðu tilhneigingu til að fá aðeins meira en þörf er á. Ég hef heldur ekki hitt þann hægri mann sem hefur ekki vott af þeirri barnalegu, oft sjálfumglöðu og vinstrisinnuðu tilhneigingu til að æpa annarslagið upphátt: „Hvað með börnin?!“ Vandamálið snýst nefninlega í grunninn um þá afmennskun sem felst í því að setja aðra í annað box en maður sjálfur telur sig tilheyra. En vandamálið snýst líka um það þegar við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvar við stöndum og felum okkur bak við skoðanir annarra í von um víðara samþykki. Eins og þegar þeir sem kalla sig vinstrisinnaða þykjast ekki kannast við undanskot í eigin þágu eða að kunna að meta „fínni hlutina“ sem lífið bíður upp á. Eða eins og þeir sem kalla sig hægrisinnaða viðurkenna ekki stuðning sinn á einkareknu heilbrigðiskerfi eða telja sig byggja á „kristilegum gildum“. Jesús sjálfur var líklega mesti kommúnisti sem uppi hefur verið. Predikaði um mínimalískan lífsstíl og deilingu auðsins. Í raun er satanismi það trúarbragð ætti að henta hægrisinnuðum betur, því boðskapur Satanísku Kirkjunnar snýst um það að manneskjan sé sinn eigin meistari og hún á að læra að njóta sinna hvata og losta í stað þess að hræðast þá. Með öðrum orðum að rækta sjálfhverfuna. Sem er í raun bara þetta dýrslega eðli sem við öll búum við. Sjálfur er ég sjálfhverfur maður og þori jafnvel stundum að viðurkenna það. Eins og til dæmis núna. Einnig myndi ég mun frekar vera yfirlýstur satanisti en kristinn maður, ef ég aðhylltist skipulögð trúarbrögð yfir höfuð. Let’s face it: Guð bjó manneskjuna ekki til. Manneskjan bjó Guð til. En það gerir Guð ekkert minna merkilegan. Síður en svo. Því líkt og með stjórnmál, þá sýnir þetta vilja mannsins til að stjórna eigingjörnum hvötum sínum á óeigingjarnan hátt. Trúarbrögð eru manngert kerfi, hannað til að halda utan um hið andlega. Á sama hátt eru stjórnmál einnig manngert kerfi, hannað til að halda utan um hið veraldlega sem í kringum okkur er á sem sanngjarnasta máta og oftar en ekki algerlega gegn okkar eigingjörnustu hvötum. Stjórnmál bjuggu ekki manneskjuna til. Manneskjan bjó stjórnmálin til. Því kemur mér ekkert á óvart að einhverjir dæmi mig vinstri mann út frá mínum pólítískum skoðunum. Því í rauninni lít ég á stjórnkerfið sjálft sem vinstrisinnað tæki í grunninn. Aðdáunarvert tæki sem sjálfhverf dýr bjuggu til með ósjálfhverft, sjálfbært og samfélagslegt markmið í huga.Bananalýðveldi með tjáningarfrelsi Ef þú trúir á Guð þá er Guð til. Ef þú trúir á lýðræði þá virkar það. Ef þér finnst Spaugstofan fyndin þá er er hún fyndin. Við búum í lýðræði og lýðræði þýðir að meirihlutinn ræður, sama hvað mér finnst. Ef meirihlutinn vill Spaugstofu þá á Spaugstofan rétt á sér. Ef meirihlutinn vill ríkiskirkju þá á ríkiskirkja rétt á sér. Ef meirihlutinn vill að Prins Póló með kokteilsósu verður þjóðarréttur okkar þá á Prins Póló með kokteilsósu rétt á því að vera þjóðarréttur okkar. Og ef meirihlutinn vill að það sé allt í lagi að eiga meiri pening en aðrir og geyma þá eða jafnvel fela í aflandssjóðum og skattaparadísum, þá á það líka alveg rétt á sér. Þetta kallast lýðræði. En þegar þeir sem fara með lýðræðislegt vald ákveða að standa ekki með né viðurkenna skoðanir sínar og ákvarðanir, því þá kæmu þeir upp um að þeir fara ekki með umboð þjóðarinnar eftir allt saman … þá á það EKKI rétt á sér. Og við höfum rétt á því að mótmæla því. Og við höfum rétt á því að á þau mótmæli sé hlustað. Annars búum við bara í bananalýðveldi með tjáningarfrelsi. Sem er mun verra en bananalýðveldi án tjáningarfrelsis. Því þar er þó auðveldara að halda í réttlætiskennd sína og sameinast gegn kúgaranum, í stað þess að ráðast á hvort annað í krafti „skoðanafrelsi“ okkar. Ég hef sjaldan saknað Spaugstofunnar meira en akkúrat þessa daganna. Eina sem við höfum nú eru ófyndnari fyrirmyndir þeirra sem neita að yfirgefa sína ríkisstofnun þrátt fyrir hávær mótmæli. Það er kominn tími til að þær reyni á lýðræðið sem þær starfa undir og hlusti á fólkið sem vill aðskilja þær frá Alþingi. Já, og fyrst þið eruð enn að lesa þetta þá vil ég líka krefjast þjóðarkosninga um að fá Spaugstofuna aftur í sjónvarpið. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Panama-skjölin Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hver man ekki eftir því þegar Ríkissjónvarpið rauf loks 20 ára stjórnartíð Spaugstofunnar eftir hávær mótmæli þjóðarinnar: „Ekki okkar Spaugstofa! Vanhæf Spaugstofa!“ Ég man að hafa setið heima eins og einhver bitur faðir fallins forsætisráðherra og tautaði með mér að þessi háværi minnihluti væri „ekki þjóðin“. Ekki það að ég sæti límdur við skjáinn á laugardagskvöldum að fylgjast með þessu ríkisrekna gríni, en ég þóttist þó vita að það væri eftirspurn eftir því. Því hlakkaði í mér þegar Spaugstofan var gripin glóðvolg af einkarekinni sjónvarpsstöð eftir að hafa verið kastað út á hinn opna og frjálsa markað. Ég þóttist vita að það væri áhorfendahópur fyrir þá. Talsvert stór jafnvel. Áhorfendahópur sem átti fullan rétt á sinni Spaugstofu.Svart og hvítt. Og grátt. Og regnbogi. Í störfum mínum í stjórnmálum hef ég oft verið kallaður „vinstri“ maður. Sannleikurinn er samt sá að ég er ekkert meiri vinstri maður en hægri maður. Ég hef nær allan minn starfsferil verið sjálfstætt starfandi, leikstýrt auglýsingum og kynningarmyndum fyrir einkafyrirtæki, auk þess sem ég rek lítinn sjálfstæðan fjölmiðil sem berst í bökkum við að lifa af á hinum frjálsa auglýsingamarkaði. Lífið er ekki svo svart og hvítt að það má setja allt í hreina kassa á borð við hægri og vinstri. En einföldun sem slík er klisja, og ekki af ástæðulausu. Og í þágu þessa pistils langar mig að deila með ykkur minni einföldu og barnalegu sýn á lífið og skilgreiningu á hægri og vinstri. Tilbúin? Ókei: Öll fæðumst við með eitt einfalt forrit í gangi: Að lifa af. Margir tala um að börn séu svo hrein og saklaus, sem er auðvitað algert kjaftæði. Börn eru einhverjar sjálfmiðuðustu skepnur samfélagsins og myndu fórna hvaða almennu siðferðisreglum sem er fyrir það eitt að ná sínu fram. Öll fæðumst við hægrisinnuð. Með aldrinum vex þó í okkur einhver óskiljanleg þörf til að fjölga okkur og þar af leiðandi dreifa þeim sjálfsmiðaða fókus sem við höfum ríghaldið í frá fæðingu yfir á aðra manneskju. Öll þróum við með okkur vinstri tilhneigingu. Áður en við höldum áfram, þá ber rétt að ræða þann mögulega pirring sem er að skapast í höfði þeirra lesenda sem eru að skynja eins og ég sé að lýsa hægri hugsun á neikvæðari máta en vinstri. Engar áhyggjur: Þetta er eru eðlileg viðbrögð. Þetta er bara vinstrisinnuð hugsun að verki. Þó svo að ég haldi því hér fram að vinstri hugsun sé áunnin, þá er ég engan veginn að segja að hún sé á nokkurn hátt „þroskaðri“. Síður en svo þá ber sú sturlaða hugmynd að við ráðum við uppeldi á öðru lífi mun meiri merki um siðblindu en einföld og mörgu leiti skaðlaus eigingirni þeirra sem kjósa að ganga lífsveginn án slíkrar ábyrgðar. Allir sem hafa talið sig tilbúna til að vera foreldrar ættu því að skilja það veruleikafirrta sjálfsöryggi sem þarf til að gegna stjórnunarstöðu í félagsskap, fyrirtæki eða jafnvel landi. Í okkur öllum býr vinstri og hægri manneskja: Ég hef ekki enn hitt þann vinstri mann sem hefur ekki vott af þeirri dýrslegu, Darwinísku og hægrisinnuðu tilhneigingu til að fá aðeins meira en þörf er á. Ég hef heldur ekki hitt þann hægri mann sem hefur ekki vott af þeirri barnalegu, oft sjálfumglöðu og vinstrisinnuðu tilhneigingu til að æpa annarslagið upphátt: „Hvað með börnin?!“ Vandamálið snýst nefninlega í grunninn um þá afmennskun sem felst í því að setja aðra í annað box en maður sjálfur telur sig tilheyra. En vandamálið snýst líka um það þegar við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvar við stöndum og felum okkur bak við skoðanir annarra í von um víðara samþykki. Eins og þegar þeir sem kalla sig vinstrisinnaða þykjast ekki kannast við undanskot í eigin þágu eða að kunna að meta „fínni hlutina“ sem lífið bíður upp á. Eða eins og þeir sem kalla sig hægrisinnaða viðurkenna ekki stuðning sinn á einkareknu heilbrigðiskerfi eða telja sig byggja á „kristilegum gildum“. Jesús sjálfur var líklega mesti kommúnisti sem uppi hefur verið. Predikaði um mínimalískan lífsstíl og deilingu auðsins. Í raun er satanismi það trúarbragð ætti að henta hægrisinnuðum betur, því boðskapur Satanísku Kirkjunnar snýst um það að manneskjan sé sinn eigin meistari og hún á að læra að njóta sinna hvata og losta í stað þess að hræðast þá. Með öðrum orðum að rækta sjálfhverfuna. Sem er í raun bara þetta dýrslega eðli sem við öll búum við. Sjálfur er ég sjálfhverfur maður og þori jafnvel stundum að viðurkenna það. Eins og til dæmis núna. Einnig myndi ég mun frekar vera yfirlýstur satanisti en kristinn maður, ef ég aðhylltist skipulögð trúarbrögð yfir höfuð. Let’s face it: Guð bjó manneskjuna ekki til. Manneskjan bjó Guð til. En það gerir Guð ekkert minna merkilegan. Síður en svo. Því líkt og með stjórnmál, þá sýnir þetta vilja mannsins til að stjórna eigingjörnum hvötum sínum á óeigingjarnan hátt. Trúarbrögð eru manngert kerfi, hannað til að halda utan um hið andlega. Á sama hátt eru stjórnmál einnig manngert kerfi, hannað til að halda utan um hið veraldlega sem í kringum okkur er á sem sanngjarnasta máta og oftar en ekki algerlega gegn okkar eigingjörnustu hvötum. Stjórnmál bjuggu ekki manneskjuna til. Manneskjan bjó stjórnmálin til. Því kemur mér ekkert á óvart að einhverjir dæmi mig vinstri mann út frá mínum pólítískum skoðunum. Því í rauninni lít ég á stjórnkerfið sjálft sem vinstrisinnað tæki í grunninn. Aðdáunarvert tæki sem sjálfhverf dýr bjuggu til með ósjálfhverft, sjálfbært og samfélagslegt markmið í huga.Bananalýðveldi með tjáningarfrelsi Ef þú trúir á Guð þá er Guð til. Ef þú trúir á lýðræði þá virkar það. Ef þér finnst Spaugstofan fyndin þá er er hún fyndin. Við búum í lýðræði og lýðræði þýðir að meirihlutinn ræður, sama hvað mér finnst. Ef meirihlutinn vill Spaugstofu þá á Spaugstofan rétt á sér. Ef meirihlutinn vill ríkiskirkju þá á ríkiskirkja rétt á sér. Ef meirihlutinn vill að Prins Póló með kokteilsósu verður þjóðarréttur okkar þá á Prins Póló með kokteilsósu rétt á því að vera þjóðarréttur okkar. Og ef meirihlutinn vill að það sé allt í lagi að eiga meiri pening en aðrir og geyma þá eða jafnvel fela í aflandssjóðum og skattaparadísum, þá á það líka alveg rétt á sér. Þetta kallast lýðræði. En þegar þeir sem fara með lýðræðislegt vald ákveða að standa ekki með né viðurkenna skoðanir sínar og ákvarðanir, því þá kæmu þeir upp um að þeir fara ekki með umboð þjóðarinnar eftir allt saman … þá á það EKKI rétt á sér. Og við höfum rétt á því að mótmæla því. Og við höfum rétt á því að á þau mótmæli sé hlustað. Annars búum við bara í bananalýðveldi með tjáningarfrelsi. Sem er mun verra en bananalýðveldi án tjáningarfrelsis. Því þar er þó auðveldara að halda í réttlætiskennd sína og sameinast gegn kúgaranum, í stað þess að ráðast á hvort annað í krafti „skoðanafrelsi“ okkar. Ég hef sjaldan saknað Spaugstofunnar meira en akkúrat þessa daganna. Eina sem við höfum nú eru ófyndnari fyrirmyndir þeirra sem neita að yfirgefa sína ríkisstofnun þrátt fyrir hávær mótmæli. Það er kominn tími til að þær reyni á lýðræðið sem þær starfa undir og hlusti á fólkið sem vill aðskilja þær frá Alþingi. Já, og fyrst þið eruð enn að lesa þetta þá vil ég líka krefjast þjóðarkosninga um að fá Spaugstofuna aftur í sjónvarpið. Takk fyrir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun