Dagmundur og faldi fjársjóðurinn Ívar Halldórsson skrifar 7. apríl 2016 00:03 Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun