Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Bernie Sanders Nordicphotos/AFP Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira