Mjög óþægilegt bergmál frá fjórða áratugnum lars christensen skrifar 6. apríl 2016 11:00 Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun