Handbolti

Árni næstmarkahæstur í sigri Aue

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni hefur átt góða leiki að undanförnu.
Árni hefur átt góða leiki að undanförnu. vísir/aue
Árni Þór Sigtryggsson skoraði sex mörk fyrir Aue sem vann nauman sigur á Rimpar, 22-21, í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Þetta var annar sigur Aue í síðustu þremur leikjum en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 34 stig.

Árni var næstmarkahæstur í liði Aue, á eftir Kevin Roch sem gerði sjö mörk, þ.á.m. sigurmarkið úr vítakasti þegar hálf mínúta var til leiksloka.

Bjarki Már Gunnarsson komst ekki á blað í liði Aue en nældi sér í eina tveggja mínútna brottvísun. Sveinbjörn Pétursson varði tvö skot í markinu. Sigtryggur Rúnarsson er frá vegna meiðsla en þjálfari Aue er faðir hans, Rúnar Sigtryggsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×