Körfubolti

LeBron James upp fyrir Oscar Robertson í stigaskori

LeBron James er nú orðinn 11. stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar.
LeBron James er nú orðinn 11. stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar. vísir/getty
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, er nú orðinn ellefti stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Þessum áfanga náði James þegar 2:14 voru eftir af þriðja leikhluta í leik Cleveland og Atlanta Hawks sem fram fór í nótt.

"Það er mjög sérstakt að vera líkt við mann eins og hann [Oscar Robertson]," sagði LeBron James að þessu tilefni.

 

James hefur nú skorað alls 26.718 stig á ferlinum en í fyrrakvöld fór James fram úr Dominique Wilkins. James hefur á þessari leiktíð farið fram úr Jerry West, Reggie Miller, Alex English, Kevin Garnett, Paul Pierce, John Havlicek og Tim Duncan á stigalistanum.

Næstur fyrir ofan James á listanum er Hakeem Olajuwon með 26.946 stig. Aðeins tveir leikmenn sem enn eru að spila eru fyrir James á þessum lista. Kobe Bryant er í 3. sæti með 33.464 stig skoruð á sínum ferli og Dirk Nowitzki er í 6. sæti með 29.376 stig.

 

Cleveland vann leikinn 110-108 eftir framlengingu og situr í efsta sæti austurdeildar NBA. Atlanta er í 5. sæti austurdeildar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×