Geir býst við því að tárast þegar strákarnir labba inn á völlinn í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira