Enski boltinn

Tandri Már samdi við Skjern

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tandri Már í búningi Skjern.
Tandri Már í búningi Skjern. mynd/skjern
Tandri Már Konráðsson, landsliðsmaður í handbolta, er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Skjern. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.

Tandri, sem varð Íslandsmeistari með HK árið 2012, hefur spilað undanfarin tvö ár með Ricoh í sænsku úrvalsdeildinni þaðan sem hann kom frá TM Tönder í Danmörku.

Ricoh var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og átti Tandri stóran þátt í að halda liðinu uppi en það hefur einnig verið í baráttunni í neðri hlutanum á þessari leiktíð.

Skjern, aftur á móti, hafnaði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð en þetta er eitt stærsta félag Danmerkur og hefur verið eitt það besta undanfarin ár.

„Ég hlakkast til að klæða grænu treyjunni. Mér líst rosalega vel á þetta félag og ég vonast til að verða betri leikmaður hjá Skjern,“ segir Tandri sem gengur í raðir liðsins í sumar.

Tandri verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar fyrir Skjern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×