Körfubolti

Steve Kerr tekur enga áhættu með meiðsli Stephen Curry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Kerr leyfði Stephen Curry ekki að fara aftur inná í leik eitt.
Steve Kerr leyfði Stephen Curry ekki að fara aftur inná í leik eitt. Vísir/Getty
Stephen Curry, besti leikmaður Golden State Warriors og NBA-deildarinnar allar að flestra mati, meiddist á ökkla í fyrsta leik úrslitakeppninnar og stuðningsmenn NBA-meistaranna bíða nú áhyggjufullur eftir nýjustu fréttum af kappanum.

Stephen Curry spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór á kostum og skoraði 24 stig á 20 mínútum áður en Steve Kerr ákvað að taka ekki meiri áhættu með hann.  Úrslitakeppnin byrjaði frábærlega hjá Stephen Curry en meiðslin sína að fljótt skipast verður í lofti í íþróttunum.

Stephen Curry var á æfingu Golden State í gær en hann tók ekki eitt einasta skot. Þess í stað var hann í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Blaðamenn ESPN sáu hann ekki haltra en óvissan um þátttöku hans lifir eftir að hann var ekkert með á æfingunni.

Steve Kerr stóð harður á sínu í leik eitt og neitaði Stephen Curry þrisvar um að koma aftur inn í leikinn. Kerr ætlar ekki að taka neina áhættu með sinn besta leikmann.

Steve Kerr hefur þegar gefið það út að Shaun Livingston komi inn í byrjunarliðið verði Stephen Curry ekki með í leik tvö í nótt.

„Það er óvíst hvort að hann verði með. Hann æfði ekki í dag og var bara í meðferð. Þetta lítur aðeins betur út í dag en í gær. Við sjáum síðan til hvernig þetta lítur út á skotæfingu á morgun," sagði Steve Kerr. Ef hann hvílir Curry þá fær besti maðurinn hans auka tvo daga til að jafna sig.

„Við tökum alltaf mið að leikjadagskránni í okkar ákvörðunum. Ein leiðin til að líta á þessa stöðu er að ef við spilum honum ekki á morgun þá fær hann tvo aukadaga til að jafna sig," sagði Kerr.

NBA

Tengdar fréttir

Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu

Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum.

Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín.

Flottustu sirkus-skotin í NBA | Myndbönd

Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk á dögunum og úrslitakeppnin hófst í gær. Mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×