Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders lögðu hönd að brjósti þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn á undan sjónvarpskappræðum þeirra á fimmtudagskvöldið. Nordicphotos/AFP Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira