Handbolti

Guðmundur er ekki að þjálfa íslenska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Danskir fjölmiðlar hafa þjarmað að Guðmundi eftir ÓL-umspilið þó svo hann hafi komið liðinu til Ríó.
Danskir fjölmiðlar hafa þjarmað að Guðmundi eftir ÓL-umspilið þó svo hann hafi komið liðinu til Ríó. vísir/getty
Danski handboltasérfræðingurinn Lars Krogh Jeppesen er gagnrýninn á danska landsliðsþjálfarann, Guðmund Þórð Guðmundsson, eftir Ólympíuumspilið um helgina.

Danir komust á Ólympíuleikanna en lentu í vandræðum gegn bæði Noregi og Barein. Þeir gerðu jafntefli við Noreg og unnu Barein aðeins með tveggja marka mun.

Svona ósannfærandi frammistaða fór illa í dönsku pressuna þó svo Guðmundur hafi komið liðinu til Ríó.

„Það munaði litlu að það yrði stórslys og það er ekkert við þessa leiki sem fær mig til að hafa meiri trú á liðinu,“ sagði Jeppesen í samtali við Ekstrabladet en hann starfar fyrir DR og er fyrrum landsliðsmaður.

„Leikmennirnir eru tveimur árum eldri síðan Wilbek var með liðið og ekki eins góðir. Það er hægt að laga mikið og það er áhyggjuefni hvað við fáum lítið út úr mönnum eins og Rasmus Lauge, Mads Mensah og Mikkel Hansen.“

Jeppesen segir að varnarleikurinn gangi ekki upp með þetta lið og skilur ekki hvað stórir menn séu að vaða út gegn minni og léttari mönnum. Hann gagnrýnir líka sóknarleikinn. Sóknirnar séu of langar og hraðaupphlaupin séu ekki nógu góð heldur.

Danir hafa lengi búið yfir mikilli breidd en Guðmundur hefur ekki nýtt breiddina jafnvel og Ulrik Wilbek gerði á sínum tíma með liðið.

„Við erum stolt af því að vera með mikla breidd en Guðmundir nýtir hana ekki. Hann er mjög íhaldssamur og spilar helst á sömu sjö til átta mönnunum. Hann hefur samt allt danska landsliðið. Hann er ekki að þjálfa íslenska landsliðið þar sem leikmenn númer 13 til 16 í hópnum eru ekki eins góðir og hinir.“


Tengdar fréttir

Gummi Gumm kom Dönum á Ólympíuleikana

Danska landsliðið í handknattleik tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó um helgina en liðið vann landslið Barein, 26-24, í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×