Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. apríl 2016 08:00 Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir skipa saman hljómsveitina Náttsól. Vísir/Anton „Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif. Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif.
Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira