Ted Cruz velur sér varaforsetaefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 22:22 Cruz og Fiorina í faðmlögum. Vísir/Getty Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira