Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: „Margt sem má læra af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 06:00 David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira