Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hillary Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum að kvöldi forkosningadags í New York, þar sem hún sigraði með yfirburðum. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira