Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump. Vísir/EPA Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Sjá meira
Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57
Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila