Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2016 20:30 Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun