
Mannréttindi, börn og betra samfélag
Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.
Réttindaskólar
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar.
Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.
Hvað ungur nemur, gamall temur
Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur.
Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.
Samfélag góðra gilda
Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra.
Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð.
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar