Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2016 09:00 Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun